miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Kynjabundið misrétti

Ég held að í augnablikinu sé ég ,,fórnarlamb" kynjabundins misréttis. Ég sit á skrifstofu verkfræðistofunnar sem ég vinn á og þýði cv frá öðru fólki yfir á íslensku. Ekkert að því, nema vegna þess að ég er ekki ráðin sem ritari hjá fyrirtækinu heldur landfræðingur, við jarðvegsrannsóknir. Vinnufélagar mínir í því verkefni eru enn sem komið er allir strákar og það hefur aldrei neinn minnst á eða komið með þá uppástungu að setja þá í það sem ég er að gera. Ástæðan fyrir því að ég er ekki að vinna mína venjulegu vinnu er sú að við erum að breyta vöktunum þannig að eitt okkar þurfti að koma seinna og annað hvort vera í launalausu fríi í viku, eða gera ,,eitthvað" á skrifstofunni í viku og hver er betur fallin til þess að vera launalaus eða vinna á skrifstofunni í viku en einmitt stelpan í hópnum! Verkefnastjórinn sagði reyndar við mig að ég hefði fengið val um hvort ég vildi vera eða fara austur, en það val fékk ég ekki fyrr en ég benti honum á að það gæti kannski hentað öðrum að byrja seinn fyrir austan. Hans fyrsta hugdetta var ég. Annað er að breyting á vöktunum hentar mér alls ekki og ég var búin að gera ráð fyrir því að geta unnið eins og Palli - þ.e. fengið frí sömu daga og hann. Það hentar hins vegar strákunum ekki og þess vegna þarf ég að gera eins og þeir vilja. Ég verð sem sagt næst í fríi með kærastanum mínum 21. nóvember. Sem er eftir 19 daga. Ég vil auðvitað fá þau laun sem ég er að fá og vil vinna mikið en ég er nú samt ekkert viss um að ég sé tilbúin að fórna ástarlífinum og heimilislífinu fyrir þetta. En það er náttúrulega ekki viðurkenndur hugsunarháttur í þjóðfélagi karlmennsku og peningahyggju að vilja rækta ástina!

Ég veit ekki - kannski tek ég hlutunum of persónulega og sný öllu upp í karlrembu, en gæti ekki verið möguleiki á að ég hafi rétt fyrir mér í þetta skiptið? Hvað finnst ykkur?

2 Comments:

Blogger B said...

Til hamingju með nýja bloggið þitt Gunnsa ég hlakka til að bæta þér í morgun hringinn (það sem ég les á morgnanna þegar ég vakna). Gaman að sjá að þú sért sönn sjálfri þér og byrjir þitt blogg á hugleiðingum um kynin . Ég má til með að kommenta :)

Mín skoðun er sú að þú horfir of neikvætt á þetta hjá yfirmanni þínum. Þú hefur nú fengið nokkuð góða reynslu hjá Hönnunvið að vinna skrifstofuvinnu er það ekki? Kannski vildi yfirmaður þinn bara velja hæfasta starfsmanninn til þess að sjá um þetta verkefni, þann/þá með mestu reynsluna. Hann kannski treystir þér best fyrir þessu. Nú gæti sú ályktun hjá mér verið röng að þú hafir mestu reynsluna og þá myndi ég segja að þetta sé kynjamisrétti.

11:10 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég veit ekki, það getur náttúrulega verið hugusunin að gunnsa litla sé svo dugleg og klár og því er allt í lagi að láta hana gera hvað sem er, en ég veit ekki, held að það yrði ekki látið hvern sem er í ritarastarf. En ég tek það fram að þýðingar á texta er náttúrulega ekki algert auladjobb en ég var líka í ljósritun og þannig til hálf átta í gærkvöldi:(

Reyni samt að líta jákvætt á málið - humm possible?

9:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger