fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Í lok vinnudags

Kaffibollinn virkaði ágætlega en er hætt í dag. Er bara að notfæra mér aðstöðuna, þ.e. að komast á netið.
Skrifstofustýran varð leið þegar ég sagði henni að ég yrði bara á morgun og síðan ekki söguna meir. Gaman að því - gott að vera eftirsóttur starfsmaður.

Á eftir að segja takk takk fyrir komuna í gær Kúbupæjur, leitt að þið komust ekki allar (og náttla öll).

Andleysið herjar á höfuðið en samt langar mig svo til að skrifa eitthvað. Ég nenni samt ekki að nöldra meira yfir þessu síðasta, læt það bíða þar til seinna, sjáum hvernig fer. Ég get þá í staðinn nöldrað yfir úrstlitum kosninganna í BNA. Ég vil nú ekki útlista helming Bandaríkjamanna hálfvita og bjána. Þetta er bara alið svona upp. Skrítið að Bush skuli hafa svona sterk ítök þar sem minnst tenging við umheiminn er, en svo á Manhattan, þar sem hefur verið gerð hryðjuverkaárás, nýtur hann mjög takmarkaðs stuðnings. Samt er hann vitlaus í að losna við ógnina. Kannski fólkið þar fatti hvað hann fer vitlaust að kallinn. Svo segir Halldór forsætisráðherra vor að Bush eigi örugglega eftir að bjarga málunum í Ísrael og Palestínu. Ég bara skil ekki alveg hvað hann er að meina - átökin hófust aftur eftir að hann tók við og hann hefur haft næstum 4 ár til að gera eitthvað. Ætli Dóri lifi í einhverjum öðrum heimi en við hin. Ég skil bara ekki hvað fær hann til að virkilega halda þetta, eða hvernig hann sér að það eigi eftir að koma sér vel að halda þessu fram. Það trúir þessu enginn heilvita maður, og örugglega ekki aðrir framsóknarmenn ???

Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að hafa þetta fyrir svona pólitískan vef eða segja hvað ég hef verið að gera. Ég held samt að ég ætli að blanda því saman. Er það ekki best og eðlilegast? Ekki að ég hafi neitt að segja ykkur frá mér eins og er. Það er ekkert eins og ég vil hafa það eins og er þannig að ég kvarta bara endalaust... Ætti kannski að fara í þemavinnu með sjálfa mig og sjá jákvæðu hliðarnar við allan skapaðan hlut. Nei það væri svo út úr karakter ekki satt:)

En nú ætla ég að skoppa heim í kotið mitt.
Chao





1 Comments:

Blogger B said...

Ha ha ha Bush að bjarga málunum í Ísrael og Palestínu. Byrjar vel eða hitt þó heldur, Bush steig í pontu í dag og sagðist biðja fyrir sál Arafats heitins.

Eini gallinn við það er að karlinn var ekki dauður, kannski milli heims og helju en enn á lífi. Hvað eru liðnir margir dagar frá kosningu....þrír dagar og hann hefur sig að fífli. Hvílíkur bjáni.

1:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger