fimmtudagur, janúar 17, 2008

Fallegi maðurinn


fæddist 12. janúar sl. klukkan 16:58 á Landspítalanum eftir tveggja sólarhringa puð.

Hann var 4160 gr. að þyngd (tæpar 17 merkur) og 51 cm.

Vöðvastæltur og fagur eins og pabbinn en hávær eins og mamman:)

Við komum heim af spítalanum í gær (miðvikud.) þar sem ég missti mikið blóð og þurfti að fá ábót af því eins og hann af mjólkinni. Ég er samt öll að koma til og hann er eldsprækur og kátur og sefur á milli þess sem hann orgar á brjóstið sitt sem hann fær að sjálfsögðu.

Uppeldið verður geymt þangað til síðar.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jii hvað hann er sætur. Hlakka til að fá að sjá hann í eigin persónu.
Kv. herdís

1:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU!!!

agalega sætur strákurinn:) Gavuð ég gæti knúsað hann í klessu. Bíð spennt eftir að sjá hann og þig snúllan mín. Hetja dagsins, 12. jan 2008.

kv
Guðrún

2:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhhhh til lukku í krukku með sæta strákinn - algjört rúsínurassgat, svo ekki sé minna sagt..... vona að þú sért öll að koma til :)
hlakka til að fá fleiri myndir af ykkur litla sæta fjölskylda -
knús og krammm úr danmörkinni
Díslíngur

10:59 e.h.  
Blogger Thora said...

Já myndar drengur, ekki spurning :)
Vona að þið hafið það sem allra allra best.
Knús
Þóra

6:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með fallega prinsinn ykkar. Hann er ÆÐISLEGUR. Vonandi hafið þið það sem allra best.
kv. Halla og co.

1:12 e.h.  
Blogger Inga Hrund said...

Til hamingju með strákinn. Uppeldi má alveg bíða, í svona 8 mánuði :)
Inga Hrund landvörður

1:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger