föstudagur, mars 09, 2007

Jahá

Núna á að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður.

Skiptar skoðanir um það. Sjá m.a. annars á ruv og mbl.is.

Bendi á skemmtilega yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneytinu í gær, þar sem kemur m.a. fram að þeim sem á annað borð hafa tölvupóst, og málið viðkemur, var send tilkynning um þetta.

gunnhildur@iceida.is fékk ekki tölvupóst um þetta sem og fæstir starfsmenn stofnunarinnar.

Ég veit það ekki, kannski kemur mér þetta ekkert við?

En ég er búin að lesa skýrsluna, tók mig tæpan klukkutíma!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég kannast við svona vinnubrögð. Mínar ráðleggingar eru að láta í sér heyra og þá við hvern sem vill hlusta en helst þó þá nefnd sem hefur það hlutverk að athuga þetta mál.

Annars vona ég bara að þetta fari allt vel hjá þér. Það væri nú soldið súrt að vera komin í vinnu hjá draumaatvinnuveitandanum og svo yrði hann bara lagður niðu :(

B

8:27 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já auðvitað eigum við að láta í okkur heyra, enda höfum við gert það og það verður áfram gert. En nefndin er því miður ekki til að mér skilst.

En ég hef svo sem ekki mestar áhyggjur af sjálfri mér, enda ekki fastur starfsmaður hérna. Ég hef meiri áhyggjur af því að þróunarsamvinna er svo fjandi pólitísk, og það lagast ekki með þessu.

9:03 f.h.  
Blogger Thora said...

Fuckt up. Ömurleg vinnubrögð.
Helv"#% djö"#$%.

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger