mánudagur, nóvember 27, 2006

Heimspekilegar vangaveltur

Það getur ekki verið svona andskoti erfitt að halda úti einu bloggi, bölvuð leti þetta í konunni, og djöfull blótar hún mikið!

En Afríka Afríka Afríka!

Hún er kona var okkur sagt, hún fæddi mannkynið!

Við erum komin heim, lífsreyndari, brúnni og feitari en áður. Hungursneyðin í Afríku nær ekki til hvítra Íslendinga sem drekka bjór og rauðvín í öll mál en þykjast samt hafa samúð með svöngu börnunum. Jú þeir hafa það, en breytir okkar lífsmáti þeirra ástandi? Eða eigum við að lifa meinlætalífi af því að aðrir svelta? Eða eigum við að sleppa því að hugsa um þetta, er hungursneyð ekki bara auglýsingatrix hjálparstofnanna sem þurfa að hamra á eymdinni ef þær ætla að halda lífi? Erum við ekki bara hræsnarar að þykjast vera samúðarfull og komum svo við á Strikinu á leiðinni heim til að kaupa okkur nýjustutískugallabuxurnar? Eða erum við ennþá meiri hræsnarar að þykjast yfir tískuna hafin af því að við höfum farið til Afríku og séð eymd og hungur með eigin augum? Ég veit það ekki, enda er þetta flókið og ég sé ekki fram á að ég fái nokkur svör við þessum spurningum mínum. Námið gerir þetta ekki auðveldara því þar er velt upp öllum hugsanlegum sjónarhornum á þróunarmál og þróunarstarf sem hugsast getur en afstaðan er engin. Hvernig á ráðavillt þróunarfræðistúdína að geta tekið afstöðu með eða á móti þróunaraðstoð þegar hún heyrir nýja hliðar daglega? Eða er þetta ekki spurningin um að taka afstöðu, er ekki bara málið að halda sínu striki, læra vel, fá góðar einkunnir og sjá til hvort mér takist að "láta gott af mér leiða" í framtíðinni?

Sjálfhverf tilvistarkreppa á hæsta stigi?

Gæti verið!

"Hvað er þróun?" (e.development) gæti verið nafn á ritgerð sem ég er ekki byrjuð á. Mögulega mastersritgerð, ef tilvistarkreppan gengur ekki af mér dauðri eins og kreppur eiga til að fara með fólk. Sjáum hvert þessi spurning leiðir mig! Kannski á slóðir Hannesar Hólmsteins - þróunaraðstoð er bull!

Veit ekki, held samt ekki.

Þangað til næst... þá skrifa ég um lausn mína á alheimstímaflakksþyngdarleysisatómum.

6 Comments:

Blogger B said...

Velkomin heim, hvenær á svo að sulla í aðeins meiri bjór og aðeins meira rauðvíni og hafa myndakvöld :)

Þið sleppið ekkert við það sko og set ég hér með pressuna á!

7:58 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk esskurnar.

Þið eruð ávallt velkomin til mín, ég er reyndar í skrifuðum orðum að segja inn myndir á myndasíðuna mína. Slóðin er gunnspito.blog.is en það er leyniorð, verðið að vita hvað hugmyndin að afkvæminu heitir til að komast inn á hana. Engar kommur og engin bil:) Good luck!

11:32 e.h.  
Blogger Thora said...

Já þetta eru áhugaverðar pælingar, og ég veit að þeir sem starfa við þetta velta þessu auðvita oft fyrir sér, en svo sér það árángurinn af erfiðinu, og þá tekur ánægjan við ;)
En auðvtia eins og í öllu þá mistakast líka hlutirnir.
En svo má líka spyrja sig, eru þessir þróunarfræðingar ekki bara að gera illt verra í samfélögum innan heimsálfunnar Afríku ? Hækka íbúðarverð, matarverð og svo margt margt fleira?
Þegar stórt er spurt er lítið um svör.
Kveðja frá einu af mörgum löndum Afríkunnar, hinnar fallegu konu sem er upphaf alls.
Kv Þóran
ps. góðverk á dag kemur skapinu í lag :)
hehehe

7:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég elska Gunnhildi !

6:11 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Og Gunnhildur elksar Berglindi!

9:54 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Eða bara eLSkar

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger