sunnudagur, febrúar 12, 2006

Fegurðin

Í gær fór ég og kaus í prófkjöri samfylkingarinnar. Ég setti sæta strákinn í fyrsta sæti, enda alveg ómögulegt að vera með ófríðan borgarstjóra. Áfram fallega fólkið!

Allur vindur virðist vera úr mér - ég er hætt að nenna að rífast um pólitík og feminisma. Það vill enginn frelsast til hinnar réttu trúar. Kannski þess vegna sem ég hef bara snúið mér að því að hugsa um útlitið og mynda mínar skoðanir eftir því. Áhrifavaldarnir enda víða, Silvía Nótt og Gilzenegger eru nærtækustu dæmin. Þau segja bara það sem við hin eru öll að hugsa, útlitið skiptir máli, annað eru bara örvæntingafullar tilraunir ljóta fólksins til að breyta heiminum.

Er að fara að sjá Ronju Ræningjadóttur, með Ronju Öddu - og Bennadóttur. Fyrri Ronjan er nú ekkert voðalega sæt en sú seinni mjög svo, færi ekki með henni í leikhús annars. Mamma hennar kemur líka með - enda með afbrigðum falleg kona. Við förum sem sagt saman þrjár fallegar, tvær konur og ein stelpa.

p.s. Bara fallegt fólk les bloggið mitt!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ójá, var einhver að tala um að vera fallegur að innan... that´s just something ugly people say!
Kveðja
Stína fallega :)

1:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stofnum Innanfegurðarsamkeppni Íslands! Þá koma vinir og vandamenn keppenda fram og mæra sinn mann og sína konu! Þá fyrst myndum við komast að því hver er fallegastur, mér sýnist þú tilvalin til að setja reglurnar Gunnspito, hver er mælikvarði innri fegurðar.

3:33 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Fallegt nýra - falleg lifur!

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Gunnhildur´, hún á afmæli í dag.
Jibbý, húrra. Til hamingju.
Knús Þóra fallega

12:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar ertu eiginlega kona? við ætlum í afmælisheimsókn en þú svarar ekki í símann?

3:49 e.h.  
Blogger Goddezz said...

Til hammó með ammó :)
og takk fyrir síðast!

5:07 e.h.  
Blogger B said...

Til hamingju með afmælið, ég veit ég er aðeins seinn en komst ekki í net í gær.

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið snúlla... Grüsse aus Deutschland.
Ég bíð í þýskan bjór þegar ég kem heim :)
Hafðu það gott.

Seeja
Sólrún

4:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælar. Í tilefni af því að þú segist ekki nenna að rífast lengur þá var ég að velta fyrir mér nýrri aðferð sem við þurfum að taka upp. Hún snýst m.a. um að ver ekki í vörn heldur sókn. Ef fólk er ekki sammála þá þarf kona að spyrja á hvaða grundvelli fólk byggir skoðun sína og láta það gera hugmyndfræðilega grein fyrir afstöðu sinni. Yfirleitt veit enginn neitt hvað þeir eru að segja heldur byggja það á einhverri asnalegri tilfinningu. Sjaldnast getur það rökstutt mál sitt með vísun í rannsóknir, fræðilegt efni o.þ.h. Iðulega hefur það ekki lesið rassgat og þá er maður búinn að afhjúpa fordóma þess! Jáh, svo mörg voru þau orð.

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger