þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Einræði í peruskiptum

Það er einræðisungfrú í þessum stigagangi en það skilja ekki allir sem hér búa. Ljósið í forstofunni í sameigninni bilaði. Allir héldu að það væri sprungin pera. Einræðisungfrúin fer á stúfana og kaupir nýja peru (meira að segja tværi), skiptir um og ætlar að kveikja ljósið. En ekkert gerist. Ljósið greinilega bilað. Hún hringir í rafvirkjan sem kemur að vörmu spori að gera við ljósið. En þá er bara engin pera í ljósinu! Humm ekki hafði einræðisungfrúin tekið hana í burtu - þá hlýtur einhver óbreyttur óþolinmóður íbúinn að hafa gert það, ætlað að kaupa nýja peru í nafni húsfélagsins, hljóta heiðurinn af peruskiptunum og sölsa undir sig völdin. En einræðisungfrúin hafði sem betur fer keypt tvær perur svo rafvirkjinn gat sannreynt kenninguna um bilaða ljósið - sem reyndist að sjálfsögðu ónýtt og skipta þurfti um ljós, ekki bara peru. Sá óbreytti lumar því á rándýrri sparnaðarperu sem einræðisungfrúin keypti fyrir sína peninga, og þorir ekki að skila henni því hann/hún er niðurlægð/ur af skömm yfir fljótfærni sinni og vantrausti á einræðisungfrúna!

Lærið því að treysta ykkar foringju - hún veit alltaf best!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kannski vantaði mig ákkúrat svona peru ??

3:55 e.h.  
Blogger Thora said...

haha, svona ganga stríð. Það var svoleiðis heima á Grettisgötunni milli afa og kallisins á miðhæðinni.

4:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur verið kitluð elskan mín:)

12:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég átti þessa peru !!

2:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger