fimmtudagur, september 22, 2005

Klukkiklukk

Gaman fyrir egóista eins og mig að verða klukkuð - þá er fólk beinlínis að biðja mig um að skrifa um sjálfa mig. Gaman að því, takk Stína mín!

En hérna koma einhverjar staðreyndir: (Er reyndar ekki búin að ákveða hvað ég á að skrifa akkúrat núna en það hlýtur að koma)

Humm - sjáum hvað kemur...

1. Það er stóra bróður mínum honum Úlla að þakka að ég er feministi. Þegar hann, sem var óhemju latur ungur maður, uppskar hrós í maaaaarga mánuði fyrir að elda litla mínútusteik af nýslátruðu nauti fattaði ég, þá 14 ára minnir mig, að það er ekki það sama að vera strákur og stelpa. (Þetta var samt ekki afbrýðisemi, heldur opnuðust þarna augu mín fyrir ójafnvæginu milli kynjanna).

2. Ég tala mikið og mikið um sjálfa mig - en vona og held að ég geti líka hlustað.

3. Ég er örugglega hressasti þunglyndissjúklingur sem ég þekki!!!

4. Þegar ég var lítil vildi ég vera strákur, það var eitthvað voða flott við það - kannski var það vegna þess að strákar voru meira metnir en stelpur. Í dag vildi ég alls ekki vera karl og er stolt og ánægð með að vera kona, þrátt fyrir að gildismat þjóðfélagsins hafi breyst lítið.

5. Ég bauð vinkonum mínum í heimsókn í gær til að HORFA á nýja borðstofuborðið mitt, fattaði ekki að bjóða þeim að BORÐA á nýja borðinu!!! Segir held ég mikið um húsmóðurina í mér, hún er gífurlega snjöll, er ekki að koma sér í óþarfa streð... eða fattlaus kjáni...


Veit nú ekki hversu mikið þetta segir um mig, það er nú svo sem margt annað sem maður gæti sagt en það kemst ekki allt fyrir í fimm atriðum og svo setur maður ekki allt á netið...;)

En nú á ég að klukka fólk, humm Lára Kraftakerling, Herdís Elín, Guðrún bumbukona, Þóra og Þórdís Sif þið eruð klukkaðar stúlkur mínar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jimmy Lovestar ?

1:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger