þriðjudagur, maí 10, 2005

Prinsessur ,,láta" berja sig????

Þær eru margar skrítnar rannsóknirnar sem gerðar eru. Niðurstöðurnar ekki síður.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ptuh. Ég gef ekki mikið fyrir rannsóknir þar sem vísindakonan er búin að ákveða niðurstöður fyrirfram. Ég hef lesið tengsl ævintýra og barnasálfræði (bók á bókhlöðu) og þótt ævintýri séu ofbeldisfull þá þjóna þau þeim tilgangi frekar að börn samsama sig einhverjum í ævintýrinu (stelpur samsama sig ekkert endilega stelpum) til þess að fá sálfræðilega útrás. T.d. barn sem er óþekkt telur að öskubuska sé í rauninni vond og eigi allt þetta skilið og þegar hún fær uppreisn æru í lokin þá fær barnið staðfestingu þess að það sjálft eigi líka eitthvað gott skilið þó það viti innst inni að það sé vont. flest börn hugsa sem svo að þau vilji lemja eða drepa mömmu og pabba þegar þau missa stjórn á skapinu og dauðsjá svo eftir því þegar þau eru orðin róleg, upp úr þessu hefst mikil sektarkennd og þeim finnst þau vera voða vond þannig að ævintýri eins og Öskubuska hjálpa þeim. Þetta er náttúrulega ekki algilt, ég held að það séu frekar samverkandi þættir sem setja konur í þessa undirgefnu, fórnarlambsstöðu, t.d. skilaboð frá samfélaginu.

10:18 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Nákvæmlega, mér finnst það mjög skrítið konur sem samsami sig prinsessum ,,láti" frekar berja sig. Það er eins og verið sé að fría ofbeldismannin allri ábyrgð. Bjánlegt og kjánalegt, án þess að ég sé endilega að mæla með þessum prinsessuævintýrum, langt í frá.

11:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger