mánudagur, maí 02, 2005

Mánudagur

Á meðan ég bíð eftir því að Herra Húsmóðir sæki mig í vinnuna ætla ég að blogga aðeins. Er ekki til neitt íslenskt orð yfir blogg? Mörður og félagar hljóta að vera búnir að finna eitthvað gott og gilt.

En að öðru. Er þreytt eftir helgina. Maður á að nota helgina til að hvíla sig en í staðinn er maður djammandi eins og vitleysingur langt fram á nótt. Alveg til hálf eitt á laugardagskvöldið. Þá þurfti ég að fara heim að leggja mig. Herra Húsmóðir kom með mér, hann varð ekkert glaður yfir húsmóðurtöktum mínum þegar ég hreinsaði ælufötuna í eldhúsvaskinn. Enda gera almennilegar húsmæður ekki slíkt. Skil hins vegar ekkert hvaðan þessi æla kom!
Gærdagurinn var líka svolítið erfiðu, á það til að geta ekki sofið almennilega daginn eftir drykkerí, þannig að ég var alveg eins og undin gólftuska í allan gærdag. Sofnaði samt aðeins í sófanum hennar Lukku, í afmælisveislunni hennar. Enda engin ástæða til að halda sér vakandi yfir dýrindis súkkulaðikökunni sem var öll í klessu eftir skell á eldhúsgólfið. Betty virðist geta klikkað!

Okkur systrunum tókst að semja vísu handa Odda afmælisbarni. Hún myndi trúlega flokkast sem leirburður af heldri vísnaskáldum þjóðarinnar en á okkar mælikvarða er hún stórgóð. Viljiði heyra:

Skrítinn og sköllóttur er hann
skvísuna á höndum sér ber´ann
Fyrir henni hann sér
þá fullnægð hún er
Því alvöru karlmaður er hann.

Glæsilegt ekki satt?
Jebb Herra Húsmóðirn komin á sjerísosinu okkar.
later stelpur (hehe)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rafraus er íslenskt orð yfir blogg.

9:29 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Rafraus er gott orð - nota það næst.

10:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju ertu ekki búin að rafrausa meira??? ég er búin að vera að reyna að komast inn á rafrausið mitt... en eitthvað problem með það í vinnunni... en þabara attílæ....
kommon girl rafraus

12:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger