fimmtudagur, apríl 14, 2005

Bíða bíða bíða

Ég er að bíða en biðin er löng og ströng. Í fullkomnum heimi mun draumur minn rætast og ég verð ein hinna útvöldu. Í hinum raunverulega heimi eru hins vegar miklar líkur á því að að draumur minn muni ekki rætast og óbreytt ástand viðhaldist. Það væri hörmung!
Ég er komin með nóg af þessu óbreytta ástandi. I need moooooore. Ég á ekki að sitja föst inn á staðlastofnun, vannýtt í verkefnafátækt. Mig vantar verkefni til að takast á við, mig vantar að gera eitthvað krefjandi og gefandi. Steypa og burðarþol höfða ekki til mín! Ég vil fá fólk og náttúru. Ár í viðbót hérna mun drepa niður minn annars frjóa huga. Hugsjónir mínar munu fljúga í ruslafötuna með umslaginu utan af launaseðlinum. Tal um fótbolta og golf munu yfirtaka samræður um fátækt og misrétti, þunglyndið heldur áfram, vanmáttartilfinningin mun magnast.
Spurningin um að hætta að væla og finna sér eitthvað annað að gera. Jebb en hluti biðarinnar felst í því...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

urrrr, ég skil þig svo vel. Það er svo leiðinlegt að vera að gera eitthvað sem maður hefur takmarkaðan áhuga á og hafa ekki verkefni við hæfi. En vonandi munu draumar þínir rætast og heita Afríka bjóða þér í suðupott sinn.

4:15 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já það er vonandi - annars fer ég að gráta:(

4:33 e.h.  
Blogger Thora said...

Afríka er ekkert að fara og hún býður þín. Ekki spurning, og þú ert hin útvalda, hvort sem það er þar eða hér:)

5:06 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Rétt er það - af hverju drífur maður sig ekki bara humm? Framkvæmdaleysið held ég að eigi einhvern þátt í því. En ég er amk komin frá Reyðarfj., er í RVK en samt hundfúlt í vinnunni vegna verkefnaskorts.

3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger