fimmtudagur, mars 17, 2005

Ég er frjáls eins og fuglinn - flogið NÆSTUM ég gæti

Ekki dugir neitt slen, þýðir ekkert ennað en að skrifa svolítið í dagbókina.
Margt sem ég hugsa um á kvöldin sem ég þarf að skrifa um á blogginu en svo er ég alltaf búin að gleyma því þegar ég kemst á netið.
Feminisminn er þó ávallt nærtækt efni að skrifa um og endalaus tækifæri til að pirra sig á fólki sem skilur ekki hvað hann gengur út á. Hef til dæmis séð í blöðunum umfjöllun um feminisma umdir köflum sem kallast Heilsa/Allt/Konur. Þar er talað um megranir og brúðkaup ásamt alvarlegum umfjöllunum um klámvæðingu samfélagsins, sem á ekki neitt frekar skylt við konur en karla og fréttir almennt. Svo sé ég á forsíðu Fréttablaðsins í síðustu viku risa fyrirsögn (og aðalrétt) um að KARLAR SÉU AÐ SELJA SIG Á BÖRGUM BORGARINNAR. Já maður ætti kannski ekki að vera í þessum nöldurham endalaust en gæti það hugsanlega verið að það sé ekki það sama að karl selji sig og að konur selji sig? Getur verið að þjóðfélagið líti það alvarlegri augum að strákar standi sig illa í skóla og líði ekki vel þar en að unglingsstelpur séu teknar aftanfrá gegn því að komast inn í partý og að fá vín? Ekki að ég sé að gera lítið úr alvarleika þess að karlmenn séu að selja sig á börum borgarinnar, það finnst mér hræðilegt. Það mætti þó aldrei ætla að ef verið væri að tala um konur þá þyrfti að flokka þetta á einhvern hátt sem ,,kvennamál" en af því að þetta eru karla, þá er þetta FRÉTT? Vangaveltur, en það gæti verið eitthvað til í þessu.

Svo er það náttúrulega líka alvarlegt mál að strákum líði ekki vel í skóla og standi sig illa. Ég er með kenningu sem gæti skýrt hluta þess. Ég held að miklu meiri áhersla sé lögð á stelpurnar og að þær standi sig vel og séu þægar og góðar með góðar einkunnir því þannig komist þær áfram í lífinu. En strákarnir fá held ég hins vegar þau skilaboð að það skipti í rauninni ekki máli hvernig þeir standi sig í skóla, þeir komast samt áfram í lífinu. Eða ef þeir komast ekki nema upp í vörubíl þá er það bara allt í lagi því þeir eru samt duglegir og sætir strákar.

Kannski ekki algild kenning og skýrir ekki allt en ég held að þetta hafi áhrif á námsárangur krakka. Það er amk alltaf verið að tala um hvað stelpur séu með mikla fullkomnunaráráttu og að allt þurfi að vera svo frábært og þannig, kannski eru dómarar okkar strangari en strákanna, ja maður spyr sig!

Svo sá ég grein á frelsi.is um að feministar vildu ekki taka ábyrgð á eigin lífi og kenndu alltaf öllum öðrum um það sem miður fer. Já gagnrýni á karlasamfélagið hlýtur náttúrulega að vera aumingjaskapur í okkur tjellingunum, andskotans væl alltaf hreint. Ætli við verðum ekki bara að hætta að klæða okkur í flegna boli og stutt pils og hætta að láta nauðga okkur og fara svo að drullast til að mennta okkur betur og hafa áhuga á pólitík til að komast áfram í samfélaginu.
Ætli besta leiðin til að komast áfram í samfélaginu eins og það er núna sé ekki að ríða sig í gegnum helvítis kallahrúguna sem stendur ofan á konunum skiptandi á milli sín völdum, peningum og Havanavindlum sem framleiddir eru í þrælabúðum höfuðóvinar frelsis.is...

10 Comments:

Blogger B said...

Eins og alltaf þá finnst mér ég verða að koma með annað sjónarhorn á pælingar þínar.

Varðandi fréttina að karlmenn séu að selja sig á börum borgarinnar þá finnst mér þetta vel þess virði að vera frétt. Þetta er eitthvað nýtt, ég hef t.d. aldrei heyrt talað um þetta áður og þess vegna á þetta fullan rétt á sér sem frétt að mínu mati.

Þegar strippbúllurnar sprutttu hérna upp fyrir mörgum árum þá voru dagblöðin yfirfull af fréttum um konur sem dönsuðu þar og seldu sig í kjölfarið. Sú bóla er bara sprunginn það er enginn nýlunda lengur það er ekki frétt lengur.

Hvað varðar skólagöngu stráka og stelpna þá held ég að vandamálið sé einfaldlega sú að strákar eru og verða strákar. Þeir eru oft óþægir og óstýrlátir og erfiðir viðureignar. Þeim skortir góðar karlkyns fyrirmyndir í skólakerfi sem er orðið of kvenvætt (þ.a.e.s. skortur á kralkyns kennurum). Ég sá þátt um þetta um daginn og það var ótrúlegt að sjá hvaða áhrif karlkynskennari gat haft á þá stráka í bekknum sem voru með mestu lætin.

Það er alveg eins mikil pressa á strákum að standa sig vel í skóla og fá góð störf tel ég.

Held ég láti þetta nægja sem mitt innlegg. Takk fyrir lesturinn.

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, ég er mjög sammála þér í öllu. En ég vil benda á þá staðreynd að fyrir ekki alllöngu voru það aðallega karlar sem kenndu í öllum skólum. Ég heyrði nefnilega viðtal við kennara á Rás 2 tvö um daginn sem sagði að strákar hefðu alltaf staðið aðeins verr að vígi í skólum, það hefði ekki verið neitt öðruvísi þegar allir kennarar voru karlar. Þannig að það er nú ekki konunum að kenna að strákar eru ekki jafn duglegir, það er bara alltaf verið að kenna okkur um. Við náttúrulega kúgum karla í dag með ofurmannlegum kröfum um þáttöku við heimilisstörf og kröfu um þeir sýni tilfinningar öðruhvoru og hugsi um börnin.
Varðandi svar b, þá segir það sig sjálft að fyrirmyndir af eigin kyni hafa yfirleitt meiri áhrif en af hinu kyninu þar sem maður samsamar sig frekar þeim sem er eins og maður sjálfu. Svo er alltaf spurning um að skipta skólum í stráka og stelpu skóla... það eru margir fylgjandi því. Ekki ég þó, ég hefði ekki þrifist í kynskiptum skóla held ég þar sem ég átti alltaf vini af báðum kynjum og nennti aldrei að leika mér með dúkkur, var alltaf í fótbolta o.s.frv. Auk þess átti ég vin, strák, sem vildi ganga í pilsi og vildi alltaf vera í mömmó. Ég er ekki að lasta stelpudótið heldur veit ég að líklega hefði mér verið otað í dúkkur og "stelpudót" og sagt að stelpur gerðu ekki hitt og þetta. Fjölbreytni og frelsi er best.

10:49 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Eins og oft áður þá misskilur þú líka það sem ég er að skrifa B. Ef þú hefðir lesið pistilinn betur hefðir þú séð að ég var ekki að segja að fréttin um að karlmenn væru að selja sig á börum borgarinnar væri ekki þess virði að vera frétt! Ég var að benda á að fréttir af svipuðum málum um konur séu EKKI flokkaðar sem fréttir. Auðvitað eru þetta bæði slæmar fréttir og vel þess virði að talað sé um þær og gert eitthvað í málunum. Spurningin var sú hvort þjóðfélagið telji það alvarlegra að karlar selji sig en konur. Sem by the way er jafn alvarlegt!

Ef við erum að tala um sjónarhorn á pælingar þá vil ég meina að ég hafi verið að koma með annað sjónarhorn á umræðu um skólamál sem er mjög einsleit en þú ert að segja nákvæmlega það sama og áður hefur verið sagt. Eins og Elísa segir þá voru einu sinni bara karlar kennarar - og strákarnir alltaf staðið sig verr. En svo segir þú að strákarnir hlýði betur karlkyns kennara af því að þá hafi þeir góða fyrirmynd! Getur verið að það sé bara innbyggt í stráka að bera ekki virðingu fyrir konum? og eru konur ekki jafn góðar fyrirmyndir og karlar?

Ertu líka viss um að það sé alveg jafn mikil pressa á stráka að standa sig vel og stelpur, almennt, ekki bara útfrá sjálfum þér? Hvernig skýrir þú þá það að engin kona hefur verið bankastjóri á Íslandi? og engin kona forsætisráðherra, og ekki einu sinni 30% alþingismanna eru konur? Getur verið að allir þessir karlar sem gegna þessum störfum hafi fengið störfin af því að þeir eru karlar en ekki af því að þeir stóðu sig frábærlega vel í skóla? Einhverjir þeirra hljóta að vera tossar. Forsætisráðherra vor féll á stúdentsprófi var það ekki? Eða var það lögfræði?
Kvenkynstossar verða ekki forsætisráðherrar.

,,Það er alveg eins mikili pressa á strákum að standa sig vel í skóla og fá góð störf tel ég"

Bottom line: Það er örugglega meiri pressa á stráka en stelpur að fá gott starf, en pressan felst í því að stelpurnar þurfa að vinna miklu meira fyrir þeim, þess vegna er lagt hart að þeim að standa sig vel í skóla.

Vona að þetta útskýri allt betur.

12:05 e.h.  
Blogger B said...

Veistu Gunnhildur ég er orðinn soldið þreyttur á því að þú sért alltaf að hamra á því að ég sé að misskilja þig af því að ég er ekki jafn menntaður og þú í feminískum fræðum. Í staðinn fyrir að tala niður til mín reyndu þá frekar að koma niður úr þínum feminíska fílabeinsturni og lesa aftur það sem ég skrifaði í návígi og án þess að vera með kynjagleraugun uppi.

Ég sagði skýrt og greinilega "Þegar strippbúllurnar sprutttu hérna upp fyrir mörgum árum þá voru dagblöðin yfirfull af FRÉTTUM um konur sem dönsuðu þar og seldu sig í kjölfarið. Sú bóla er bara sprunginn það er enginn nýlunda lengur það er ekki frétt lengur". Þegar eitthvað er hætt að vera nýtt hættir það að vera frétt þannig virka fjölmiðlar. Það kemur því ekkert við hvort þetta er sérstakt vandamál kvenna eða karla. Hvar er misskilningurinn ef ég má fávíslega spyrja???

Hvað varðar skólamálin þá skal ég viðurkenna að þú varst að koma með nýtt sjónarhorn ég sagðist aftur á móti verða koma með ANNAÐ sjónarhorn á þínar pælingar. Þó að það sé sama gamla tuggan þá er það samt sem áður bara annað sjónarhorn sem fólki þætti kannski gaman að lesa um.

Ég veit kannski lítið um kynjafræði og slíkan hókus pókus en ég tel það fyrir vissu að kynin velji sér í 99% tilvika fyrirmyndir af sama kyni. Ef skortur er á karlkyns fyrirmyndum í skólanum þá myndi ég telja það slæmt. Auðvitað geta konur verið góðar fyrirmyndir líka ég sagði aldrei að þær væru það ekki en eins og ég sagði áðan þá velja kynin sér oftast fyrirmynd af sama kyni.

Ég held að það sé ekki innbyggt í stráka að bera ekki virðingu fyrir kvenkynskennurum ég held að það sé frekar lærð hegðun því þeir komast oftar upp með mun meira hjá þeim í tímum (og tala ég þar með af eigi reynslu en vitna ekki í fræðilega ritgerð því miður).

Og varðandi pressuna þá held ég að þú sért á villigötum. Ég held að það sé bara mjög persónubundið hvað fólki finnst mikil pressa á sér í skólanum allt eftir því hvað það langar að verða.

Af hverju er engin kona bankastjóri eða forsætisráðherra? Hefur einhvern tímann hvarflað að þér að það er einfaldlega ekki svo langt síðan konur fengu það frelsi sem þær hafa í dag til að verða eitthvað annað en húsmæður.

Pólitík og viðskipti eru gamalgróin karlavígi og eiga eftir að láta undan eins og flest allar aðrar starfsgreinar þó að það taki lengri tíma (nú er t.d. á stuttum tíma búið að kjósa kvenkynsborgarstjóra og kvenkyns rektor jahérna!!! hvílík og önnur eins veröld í dag). Hver veit nema að í næstu kosningum þá verðum við komin með kvenkynsforsætisráðherra ef Inga Solla nær formannskjöri í Samfylkingunni (sem ég vona þó veit ég ekki hvernig hún stóð sig í skóla).

Bottom line: Hættu að kenna karlmönnum um þá "kúgun" sem þér finnst þú þurfa að búa við á Íslandi í dag. Ef þig langar að verða forsætisráðherra drífðu þig í pólitík ef þig langar að stjórna banka farðu í bisness, græddu milljarða og snúðu svo aftur sem greifynjan af Monte Cristo og keyptu bara helvítis bankann!!! ;)

10:59 e.h.  
Blogger B said...

Ég er búinn að vera með móral yfir síðasta kommenti í allan dag. Vona að þú sért ánægð Gunnhildur :) Var heldur betur pirraður þegar ég skrifaði það en samt sem áður þá finnst mér þú stundum tala til mín eins og ég sé heimskur karlmaður sem ekkert veit né skilur.

Ég afsaka hins vegar að hafa gert lítið úr áhyggjum þínum varðandi stöðu mála í dag í bottom lineinu hjá mér. Þér finnst konur eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu í dag.

Það er þín skoðun og ég virði það ég er hins vegar á því að núverandi ástand gefi ekki rétta mynd af aðstæðunum því sú kynslóð sem er við völd í dag mun sem betur fer víkja. Ég trúi því að ef drengur og stúlka myndu fæðast í dag þá myndu þau bæði hafa jöfn tækifæri sem einstaklingar óháð kyni.

6:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sing it sister! Klapp klapp fyrir þér Bjargey:)

11:44 e.h.  
Blogger B said...

Síðast þegar ég vissi þá bjó ég ekki í Talibana samfélagi heldur samfélagi þar sem fólk má hafa mismunandi skoðanir og vera ósammála án þess að það sé stokkið niður í kok á því eða gert lítið úr því.

Það er ekkert samsæri í þjóðfélaginu í dag um að halda konum almennt niðri. Síðast þegar ég skoðaði málin þá gat kona orðið hvað sem hún vildi ef hún lagði sig fram við það og óskaði þess. Ef að henni er ódrengilega vegið þá getur hún leitað réttar síns samkvæmt jafnréttislögum.

En ég spyr sjálfan mig hvort það sé virkilega uppbyggilegt að hamra sífellt á því við konur að það þýði ekkert að reyna að komast til áhrifa í samfélaginu í dag því þær muni hvort sem er verða stoppaðar af? Þetta finnst mér bara ömurlegt sjónarmið sem letur frekar konur til þess að öðlast þá menntun og hæfni sem þarf til þess að klífa metorðastigan.

Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur við stjórnvölin bæði við stjórn landsins og helstu fyrirtækja (fjölbreytni er af hinu góða) en aðeins ef þær öðlast starfið af því að þær eru hæfasti einstaklingurinn en ekki af því að þær eru konur.

Jafnrétti hefur verið náð að mínu mati það sem þarf að berjast fyrir er viðhorfsbreyting hjá þeim karlmönnum í samfélaginu í dag sem halda að konur séu annars flokks. Þeir eru fáir að ég tel en því miður virðast þeir margir vera á toppnum og vilja halda sér og sínum við völd.

Þið breytið hins vegar engum viðhorfum með því að gera hróp og köll að þeim sem dirfast að benda á önnur sjónarmið eða hafa aðrar skoðanir. Endilega haldið áfram að berjast fyrir jafnrétti. Eins og Bjargey segir þá verður einhver að vera vakandi en endilega hættið þessari lógík að ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okkur. Þó að maður sé ekki mættur á alla mótmælafundi feministafélagsins þá þýðir það ekki að maður sé á móti jafnrétti.

1:16 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Jáhá það er bara allt í upplausn hérna - fólk bara fúlt og læti.
Ég er nú bara búin að vera lasin og hef þess vegna ekki svarað.
Ég hins vegar held að það sé algerlega tilgangslaust að halda þessum umræðum áfram, ég held ég haldi mig bara upp í mínum feminíska fílabeinsturni með kynjagleraugun á nefinu því eins og einhver góður feministi sagði, þá hefur feminismi ekki drepið neinn, ekki háð nein stríð, ekki nauðgað neinum, ekki sært neinn og svo mætti lengi áfram telja. Vil þó taka það fram að það er alger óþarfi að taka þessu svona persónulega Bogi, ég er ekki að segja að ÉG persónulega verði fyrir óstjórnlegu misrétti og að það sé allt ÞÉR að kenna. Ég væri nú varla í sambúð ef ég hataði karlmenn yfir höfuð. Ég hef heldur ekki sagt að þú sérst á móti mér af því að þú ert ekki sammála mér, held að það sé frekar öfugt. Biðst svo afsökunar ef þér finnst ég gera lítið úr þér. Það var ekki meiningin. Kveðja úr fílabeinsturninum, vertu ávallt velkominn þangað upp;)

9:37 f.h.  
Blogger Thora said...

Enn og aftur er fílabeins turninn komin á loft, hvað er þetta með okkur Gunnhildur ;)
En mér finst þetta merkilegt, það sem er mikilvægast í þessu er akkúrat að taka ekki persónulega. Ég er ekki sammála þér Bogi í þessum umræðum, og það má ekki fara með umræðuna á þetta stig, að við förum á alþingisplanið að kalla nöfn og annað.
En varðandi þetta, þá gelymi ég nú örugglega fullt af því sem ég ætlaði að segja meðan ég las þetta allt, mér finst málið akkúrat vera það sem Bjargey sagði, við þurfum alltaf að vera á verði. Alltaf að vera að pota.
Og það að kona eða karl selji sig á að vera frétt, en hún verður samt að vera þannig að það er frétt út af kúnnanum.

Pressan, ég held reyndar að það sé rétt að það er lögð meiri pressa á stelpur, því þvímiður er oft frekar horft á einkunnarspjaldið hjá stelpum, því það er því miður íDAG enn horft frekar til þess að strákar taka þátt í félagslífinu og fá kredtit fyrir það, þeir voru í fótboltanum, og annað. en þetta á ekki við mig, ég tek það fram, ég ætla að reyna komast áfram á öllu nema einkununum ;).
Þessvegna segi ég ekki að þetta sé algilt, en samt tel ég að þetta sé svona á mörgum vinnustöðum, að það er meira horf á annað en einknunnarspjöl hjá körlum en konum.

Annað sem mætti koma hér inn, er tildæmis með feðra orlof, frændi minn tók sér feðraorlof, meðan hann var heima, var alltaf verið að hringja í hann, og bögga hann því það þótti ekki rétt, en þegar mamman var heima, þótti þetta svo sjálfsagt að hún fékk alltaf frið. Þetta er ekki jafnrétti. Þetta er eithvað sem þarf að breita. Þarna B. er eithvað sem tengist körlum en eithvað sem femínistar berjast fyrir.


Ps. B það er náttrúlega ekkert auðvelt að vera með aðrar skoðanir alltaf, sérstaklega ekki á þesum vef, en þú mátt ekki taka það persónulega.

Kv Þóra

10:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha, var að reka augun í eitt sem kom HRIKALEGA illa út ;) "sérstaklega ekki á þessum vef". hahaha, meinti það nú ekki þannig.
Hehehe.
Það sem ég átti við var að það er ekkert auðvelt að vera sá eini sem er með annað viðhorf, ég lendi nú oft í því ;)
Kv Þóra ;)

12:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger