fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Siggi litli framhald.

Þrátt fyrir sakleysið er Siggi litli orðin fullorðinn karlmaður. Hann er menntaður doktor í hagfræði og vinnu á greiningardeild eins bankanna. Hann hefur unnið þar síðan hann lauk námi fyrir 8 árum síðan. Hann langar að komast hærra upp metorðastigann en einhvern veginn er eins og hann rekist alltaf upp undir þak. Stjórn bankans virðist einhvern veginn ekki taka eftir honum, þrátt fyrir mikla menntun og dugnað í vinnunni. En að því síðar, tölum um einkalíf Sigga litla.

Þegar Siggi var 24 ára kynntist hann konu. Hann sá hana fyrst drekka með vinkonum sínum á bar í bænum. Hann gaf henni undirlátur auga en leit strax undan, hann vildi ekki að hún héldi að hann væri til í allt strax. Hann greiddi í gegnum hárið, þandi brjóstkassann og setti stút á varirnar. Hann fann alls konar tilfinningar brjótast um í sér: Ætli hún hafi tekið eftir mér? Lít ég nógu vel út? Gvöð ég hefði átt að fara í ljós í dag, glætan að hún vilji svona hvítan aula. Í örvæntingu sinni hentist Siggi inn á klósett að snyrta sig. Fyrir voru þar nokkrir illa drukknir strákar, einn ælandi, annar grátandi og tveir á trúnó. Sá sem grét bölsótaðist út í kvenfólk og sagði það allt saman mestu hálfvita; konur eru fífl! Aldrei hægt að treysta þessum hálfvitum, maður gefur þeim hjartað sitt og svo er bara stungið í það - og hnífnum snúið. Ég kom að henni í bólinu með einhverjum djöfuls lauslætis drýsli!!! uhuhuhu
Ekki skal þetta koma fyrir mig, hugsaði Siggi litli. Hann skildi vera konu sinni góður maður, gera henni til hæfis á öllum sviðum. Elda handa henni góðan mat, þvo þvottinn hennar, strauja pilsin hennar með glöðu geði og umfram allt skyldi HANN ÁVALLT LÍTA EINS VEL ÚT OG HANN MÖGULEGA GÆTI svo hún þyrfti ekki að leita í faðm annars manns. Ójá hann Siggi ætlaði sko ekki að flæma sína tilvonandi í burtu með nöldri, yfirþyngd og slappri húð.

Er Siggi er búinn að snyrta sig, fer hann fram. Hann ákveður að vera kaldur og tala við draumadrottninguna. Hann gengur í átt til hennar ákveðinn, hún horfir á hann - hnén kikna og þegar hann er alveg kominn upp að henni missir hann kjarkinn. Konurnar eiga hvort eð er að taka frumkvæðið - hvað myndi hún halda um hann, að hann væri einhver örvæntingafullur þurrprumpupiparsveinn á síðasta söludegi. Nei hún mátti ekki halda það - hann ákveður að láta sem hann hefði engan áhuga, hún hlyti að uppgötva tilfinningar hans fyrr eða síðar...
Hún gerir það - tveimur árum síðar. Tveimur löngum árum, árum þjáningar og ástar í leynum. Því Siggi vildi umfram allt halda virðingunni í stað þess að líta út sem ástsjúkur strákbjáni.

(Jæja ég ætla að koma mér heim - nóg af Sigga í dag. Mæli með framhaldi í kommentunum, þ.e. ef einhver lifir jafn spennandi lífi og ég).

2 Comments:

Blogger bergie said...

meira, meira, meira, meira

11:04 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Kannski á eftir, minn er eitthvað andlaus eins og er. Langar út í góða veðrið.

12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger