föstudagur, febrúar 18, 2005

Dagur hefndarinnar

Karlarnir eru búnir að setja af stað kosningu á kynþokkafyllstu konu Hönnunar - þeir hafa bara atkvæðisrétt.

Gríðarleg kosningabarátta í gangi.

Þeir eru ennþá sárir yfir að hafa ekki verið kosnir á bóndadaginn, nema náttlea sá sem vann.

15 Comments:

Blogger Gunnhildur said...

Já já búin að vera alveg á fullu í þessum málum í allann dag... skora, stútur, augngotur, snertingar - allt saman. Engin vafi á að ég á eftir að taka þetta...

2:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, ég held ég gefi þessa keppni bara eftir, ég held ég eigi ekki möguleika með þig á lista, mun eyða næsta árinu í að kaupa push up bra og varaliti ásamt því að æfa stútinn.
Sóley

3:16 e.h.  
Blogger B said...

Hvað með persónuleikann?!? Telur hann ekkert í þessari keppni?

Það er nú lítið varið í kvenmannskropp ef hann er tómur að innan.

3:34 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Það er nú ekki þannig skv. henni Frú Ástu Johansen Bogi minn. Vertu svo ekki að draga úr þessum mikilvægu kosningum.
Og Sóley - enga uppgjöf, nú er bara að fara í baráttuhug. Þú hefur nú ljósa lokka og allt annað sem þarf!!!

3:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var nú bara gert svo þú héldir að þú værir búin að vinna, en á meðan fór ég og æfði stíft í 5 mínútur og nú máttu sko fara að gefa allt í þetta. Múhahahahah.
Sóley the sessssý one!

3:57 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

úúúúú I´m scared!!!

4:06 e.h.  
Blogger B said...

Hver er Ásta Johansen? Svo er ég alls ekki að gera lítið úr þessari kosningu, þvert á móti ég óska ykkur báðum (Gunnhildi og Sóley) góðs gengis.

Ef þið vinnið þá bið ég ykkur samt um að láta þetta ekki frægðina stíga ykkur til höfðus.

4:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Að sjálfsögðu mun ég nú ekki láta þennan sigur stíga mér til höfuðs heldur mun ég nýta mér þennan heiður til þess að taka aðra þáttakendur (o.þ.a.l. Gunnhildi) og setja upp námskeið í kynþokka og framkomu.
Sóley!

4:23 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Frú Ásta Johansen er að sjálfsögðu ritstjóri bókarinnar ,,Kvenleg fegurð". Hvurnig spyrðu drengur?
Nánari upplýsingar eru á blogginu BLIND.
Sjáum til Sóley - sjáum til!

4:27 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Úrslit verða ekki kunngjörð fyrr en á mánudaginn held ég þannig að við notum helgina í að auka á kynþokkan. Er einmitt á leið í ræktina - lét plata mig þangað hjálp.

4:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þarna má einmitt sjá stærsta munin á okkur; á meðan þú lætur plata þig í ræktina og púlar þá fer ég heim set á mig smá kinnalit og gloss og fer í háu hælana og dáist að sjálfri mér í speglinum, ásamt því að æfa þakkarræðuna sem haldin verður. Að því loknu er svo rétt að leyfa öðrum að hitta mig og sjá og ætli maður fái sér ekki bara einhvern dýrindisdrykkinn á einhverju af öldurhúsum borgarinnar.
Sjáumst hressar og sætar á mánudag og hlökkum til að fá leyst út þessari deilu okkar!
Sóley!

5:13 e.h.  
Blogger B said...

Mikið væri það nú skemmtilegt ef þið væruð nú báðar með jafnmörg atkvæði í fyrsta sæti.

Þá vona ég nú að karlmennirnir þarna á Hönnun hafi backup plan á hreinu t.d. að gripið yrði til skyrglímu þar sem yrði barist þangað til annarri er drekkt í skyri. Það væri nú skemmtilegt!

4:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja jæja hver vann svo, þetta var orðið spennandi ;)
Kv Þóra

12:31 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ekki komin úrslit - en það er svo sem engin spurning...

12:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit að þetta er engin spurning og því er ég búin að semja þakkarræðuna (gerði það í gær á meðan ég flokkaði varalitina).
Kv. Sóley

1:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger