föstudagur, febrúar 11, 2005

Föstudagsspjall

Þá er kominn föstudagur og Gunnsa tilbúin að blogga, ávallt breinstorm á föstudögum.
Var að ræða við félaga mína hérna um ýmis mál, s.s. hvort karlar eða konur pissi út klósettsetuna. Komst að einu sem ég hef aldrei gert mér grein fyrir: við stelpurnar pissum greinilega UNDIR setuna, þessa með gatinu. Droparnir skvettast víst þarna upp undir. Tek þessu samt með fyrirvara og held áfram að kenna karlmönnum um allt sem miður fer:)

Þeir sögðu líka að konur ættu ekkert að láta bjóða sér það að láta kúga sig, slíkt ætti ekki að þurfa að líðast í dag. Alveg rétt, en ég hélt náttla fyrirlestur fyrir þá og sagði þeim að sumar konur geti ekki farið t.d. vegna fjárhagsstöðu eða af því að þær gera sér ekki grein fyrir því hvað er að gerast o.fl. Þeir eru auðvitað á móti því að karlar kúga konur og öllu þessu og þetta eru frábærir kallar en það er bara svo oft sem karlmenn (og stundum kvenmenn) skilja ekki neitt í svona málum, aðalega vegna vanþekkingar á þeim. Eins og dúddarnir sem skrifa inn á feministaspjall, þeir koma með skoðanir á hlutum sem þeir vita í rauninni ekkert um. Þetta er eins og ef ég færi inná vef hagfræðinga og rifist og skammaðist af því að mér finnst að allir eigi að hafa það gott og að enginn eigi að vera fátækur en hefði samt jafn lítið vit á hagfræði og ég hef.
Þess vegna hvet ég alla (konur og kalla) að kynna sér hugmyndir feminismans áður en þeir fara af stað með klisjur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Góða helgi

3 Comments:

Blogger B said...

Þannig þú vilt meina að fólk eigi bara að halda sér saman ef það hefur ekki vit á hlutunum?

Hefði nú allavega haldið að það væri betra að leyfa klisjunum og vanþekkingunni að koma fram svo hægt væri að uppfræða heiðingjana og hina sem ekki vita betur :)

4:42 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Rólegur...
Bara benda fólki á að kynna sér hlutina! Eins og ég segi, ekki er ég að gaspra um hagfræði eða eðlisfræði, hef enga hugmynd um þau fög. Heiðingjarnir og hinir sem ekki vita betur eru bara svo oft fastir í klisjunum og neita að hlusta á þegar þær eru leiðréttar. En jú mín vegna mega þeir svo sem halda kjafti...:)
...og bara svo það sé á hreinu þá var þetta ekki persónulegt skot;)

9:21 f.h.  
Blogger B said...

He he nei nei ég tók þetta ekkert sem persónulegu skoti enda veit ég helling um feminisma :)

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger