föstudagur, janúar 21, 2005

Þorrablót Hönnunar

Þá er helgin byrjuð - búin með fyrsta pilsnerinn (ódýrt að vera ég) og komin í fíling. Lagði að vísu ekki í brennivínsstaupið af ótta við að velta út um allt og verða mér til skammar. Lét hákarlinn líka eiga sig - langar ekki að anga eins og úldin hákarl! dö.
Þetta var voða skemmtilegt hádegisþorrablót með öllu tilheyrandi, skrítnast var að það var graflax í forrétt. Svo kom voða sætt par, svona 10-12 ára og dansaði samkvæmisdansa fyrir okkur. Þau voru algerar dúllur. Finnst að allir strákar eigi að læra að dansa, og náttúrulega stelpurnar svo strákarnir hafi einhverjar að dansa við.
Svo kusum við stelpurnar (í frekar ólýðræðislegri kosningu, svona til að koma í veg fyrir óæskilegar uppljóstranir um áhuga okkar á hinu kyninu hérna) kynþokkafyllsta karlinn - en vorum þá búnar að gefa þeim öllum rós. Við erum voðalega sætar í okkur. En allir hinir karlarnir eru voðalega sárir samt að hafa ekki verið valdir. Þeir jafna sig þó vonandi fljótlega þegar þeir koma heim í faðm eiginkvenna sinna sem bíða þeirra með blóm og silkiboxers.

Hlakka til að fara í partý í kvöld
Góða helgi gott fólk

6 Comments:

Blogger B said...

Hlýtur að vera stórt stökk að fara úr rauðvínsdraumunum beint í harða efnið, farðu varlega í pilsnerinn.

Sömuleiðis góða helgi.

1:25 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég passa mig - hafði vit á að fá mér bara einn. En það var sko hvítvínsdraumur ekki rauðvíns... en stórt stökk eingu að síður.

1:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki að standa þig stelpa! Næstum vika blogglaus!!! Blogga meira... og koma svo....
kv, Dagný a.k.a Tolli.

6:36 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég veit sorry hvað ég er léleg. Maður er bara stundum andlaus, finnst ég ekki hafa neitt skemmtilegt að segja. En ég skal reyna að vera duglegri bloggari:)

9:18 f.h.  
Blogger B said...

Hvar er allt nöldrið í kellingunni? :)

2:14 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Hún er búin að vera í svo niðurdregin undanfarið að allt heilbrigða nöldrið kemst ekki að. Get bara nöldrað af alvöru þegar ég er hress og kát:)

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger