miðvikudagur, janúar 12, 2005

Nöldrarinn mikli!

Ég þori varla að blogga meira - ég hrindi örugglega öllum vinum mínum frá mér bráðum. En elsku vinir mínir ekki vera fúlir út í mig þó ég sé ,,öfgafullur feministi". Það böggar mig örugglega mest af öllum - þó það böggi ykkur eitthvað líka of á tíðum amk. Ég veit að það er hundleiðinlegt að hlusta á fólk röfla sí og æ um skoðanir sínar, en einmitt þess vegna fékk ég mér þetta blogg. Svo ég geti bara skrifað það sem mér liggur á hjarta hérna inn og ekki talað eins mikið um þetta við ykkur. En það er samt gaman að fá komment og umræður hérna inni - frjálst að taka þátt og ennþá frjálsara að sleppa því einfaldlega að lesa nöldrið í kellingunni!


5 Comments:

Blogger Gunnhildur said...

...og þetta er ekki kaldhæðni...

2:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Núna loksins þegar ég ligg veik heima hef ég tíma til að lesa yfir röfl bloggið... og mér finnst það ekkert leiðinlegt! það er alltaf gaman að heyra í fólki með skoðanir og sem betur fer hafa vinkonur okkar skoðanir á ýmsu!!
Þórdís

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða vitleysa er i þér Gunnhildur vertu nú ekkert að afsaka þig fyrir að hafa skoðanir á hlutunum. Auk þess ef þú hrindir frá þér vinum þínum með því að rökræða mismunandir skoðanir við þá þá eru það nú bara alls ekki neitt góðir vinir þínir ef þeir geta ekki virt skoðanir þínar þó þeir séu ekki 100% sammála þeim.

B

3:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æii elskan mín, geturðu ímyndað þér hvernig heimurinn væri ef allir væru með sömu skoðun á hlutunum. Við höfum rökrætt um ýmislegt og erum alltaf vinkonur:) Líflegar umræður er ekki það sama og rifrildi
Guðrún

2:37 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk þið eruð góð - ég held bara áfram að röfla... thíhíhí

3:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger