fimmtudagur, janúar 06, 2005

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf,
ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára
þegar kvenfólk býður upp á drykk.
Komið er á markaðinn stórhættulegt efni, svonenfdur "bjór" og er fjöldi
kvenna farinn að nota efnið til þess að herja á menn sem eiga sér einskis
ills von.
Venjulega er efnið í fljótandi formi og fæst nú næstum hvar sem er. Það er
til á flöskum, dósum, úr krana og jafnvel í stórum kútum.
Kvensniftirnar nota "bjór" í samkvæmum og á börum til þess að véla karlkyns
fórnarlömb heim með sér og í bólið. Venjulega nægir konunni að fá
karlmanninn til að innbyrða nokkrar einingar "bjórs" og bjóða honum síðan
heim til kynlífs án nokkurra skuldbindinga. Þessar aðfarir duga til þess að
gera karlmenn gersamlega bjargarlausa.
Eftir neyslu margra "bjóra" kemur iðulega fyrir að menn falla í þá freistni
að stunda kynlíf með kvenfólki sem þeir að öllu jöfnu myndu aldrei líta á.
Að lokinni "bjórdrykkju" vakna karlmenn oft án þess að muna glöggt hvað
gerðist nákvæmlega kvöldið áður, gjarna þó með sterkt hugboð um að eitthvað
slæmt hafi átt sér stað.
Stundum kemur það fyrir að þessir ólánsmenn eru dregnir inn í þekkta
svikamyllu sem kallast "samband." Vitað er um tilfelli þar sem kvenfólki
hefur tekist að hneppa karlmenn í langvarandi og alvarlega útgáfu þrældóms,
refsinga og niðurlægingar sem kallast "hjónaband".
Að því er virðist eru karlmenn líklegri til að verða fórnarlömb þessarar
svikamyllu eftir að kvenmaðurinn er búinn er að neyða í þá "bjór" og lofa
kynlífi.
Vinsamlegast sendið þessa aðvörun til allra karlmanna sem þið þekkið.
Ef þið eruð þegar fórnarlömb þessa hræðilega nýja efnis, "bjórs", og
kvenþrjótanna sem beita því er rétt að benda á sérstaka stuðningshópa
karlmanna sem búið er að koma á fót á flestum þéttbýlisstöðum, en í þessum
hópum má ræða sín vandamál á opinskáan og ærlegan hátt við karla sem margir
hverjir hafa lent í þessum hremmingum.
Finna má þessa stuðningshópa í símaskrá víðast hvar undir heitinu
Golfklúbbur.

Tek það fram að ég samdi þetta ekki!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er áhugavert, ég ætti kanski að segja næst þegar ég er spurð hvort ég sé ekki að fara að ná mér í kall " jú ég er akkúrat að fara að bjóða einhverjum upp á bjór" Sjáum hvað verður úr því...

6:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vildi óska að það væri nú einhver sannleikur í þessu en af fenginni reynslu þá hefur mér aldrei verið boðið upp á bjór af ókunnugum konum á bar.

Ekki einu sinni þegar hef fyrir því að hafa mig til, greiða mér og fara í sturtu. Ég skil þetta ekki?

B

11:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger