þriðjudagur, desember 21, 2004

Bjáninn á undanhaldi

Eru karlmenn, sem fara með konunum sínum í búðir og pæla í hvernig fötum börnin þeirra eiga að vera í um jólin, undirlægjur og kúgaðir ræflar sem láta kvenþjóðina ráðskast með sig eins og strengjabrúður? Eða eru þetta nútíma karlmenn sem bera virðingu fyrir stressi og fullkomnunaráráttu okkar kvennanna þegar kemur að jólaundirbúningi og eru í hjónabandi sem byggist á jafnréttisgrundvelli þar sem báðir aðilar taka þátt í öllum undirbúningnum?

Samkvæmt heimildum mínum hérna á skrifstofunni er fyrri skýringin rétt. Í sama afkima og ég sitja þrír karlmenn, tveir á milli þrítugs og fertugs líklega og einn milli fertugs og fimmtugs. Þessir yngri eru voða sniðugir og segja brandara allan daginn en sá eldri er nokkuð feiminn og kannski ekki eins húmorískur. Þessir ungu fyndnu gæjar halda daglega ræður um hvað konurnar þeirra séu kaupóðar og hversu mikill sársauki það fylgir að þurfa að taka ákvörðun með þeim um jólakjól handa dótturinni eða sófaborð í stofuna. Þeim finnst konur gera alltof mikið úr öllu og vera lengi að þannig að þeir hafa einfaldlega sett sér þá reglu að fara aldrei með þeim að versla né taka þátt í jólaundirbúningnum á annan hátt. En segjast þó taka þátt í heimilisstörfunum. Eldri maðurinn er allt öðruvísi, hann hringdi út um allann bæ í leit að jólakjól á dóttur sína, emailiaði vinafólki í Danmörku bréf um að redda fyrir hann skó á heimasætuna og bauðst til að leika jólasvein á jólaballi fyrirtækisins. Ekki nóg með það heldur hringdi hann í son sinn í dag, eftir að hann fattaði að hann hafði óvart étið nammið hans, og bauðst til að kaupa nýtt.

Ungu köllunum finnst hann alger jólasveinn og láta tjellinguna algerlega ráðskast með sig. Þeir gera óspart grín að honum og segjast sko sjálfir aldrei láta bjóða sér svonalagaða. Huh segja þeir.
Samkvæmt þeim er hann undirlægja en þeir ákveðnir karlmenn sem láta ekki segja sér fyrir verkum. Það er svo náttúrulega spurning hvað gerist inn á milli veggja heimilisins.

Svona KALLAmennska er svolítð sérstök. Þeir virðast einhvern veginn ekki vilja viðurkenna að þeir séu mjúkir og góðir inn við beinið, þurfa að vera svo töff út á við. Ég held að við konurnar fílum það ekker. Mér finnst amk að karlar eigi að mýkja sig aðeins upp og dúllast svolítið með konunum sínum um jólin. Þeir völdu sér nú flestir konu til að búa með - ekki annan karl.

6 Comments:

Blogger B said...

Já þetta er nú ansi þunn lína sem við karlmennirnir þurfum að fylgja. Svona almennt þá eigum við að vera ljúfir en ekki of ljúfir, við eigum að vera næmir en ekki of næmir, við eigum að vera hjálpsamir en ekki láta allt eftir konunum (undirlægjur) o.s.frv, o.s.frv.

En hvað varðar þessa tvo gutta (skrítið að kalla þá gutta samt þetta eru hálf fertugir menn), þá gætu þeir svo sem alveg verið að segja satt. Mín reynsla (sem ég tek fram að er enginn heilagur sannleikur) er sú að sumar konur vilja að við karlmennirnir taki þátt í að kaupa föt, bæði á börnin okkar og svo einnig á þær sjálfar og einskorðast það ekkert við jólin sérstaklega. Það er hið minnsta mál fyrir okkur og sjálfsagt að fara út að versla með frúnni því auðvitað hefur maður gaman að félagskap hennar og vill taka þátt í innkaupunum til jafns við sinn maka.

En oft vill það samt verða svo að þó að karlinn komi með að versla og hjálpi til að velja föt þá fá þau föt sem hann velur sjaldan samþykki frá konunni. Fötin sem hann velur á sig, konuna eða barnið eru, að því er virðist, ekki nógu góð eða bara almennt ljót og smekklaus. Því kemur sá tími að maðurinn gefst upp á að því að fara að versla þar sem ekki er hlustað á hans skoðanir hvort sem er.

Persónulega finnst mér að versla vera mjög leiðinlegt (hvort sem það er fyrir mig eða aðra) og reyni ég að gera það fljótt og sársaukalaust. Undantekningin er að versla í matinn sem ég kann ágætlega við, matur er jú mannsins meginn. Bon Apetit!

12:58 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Skemmtilegar umræður. Jú Bogi það er skiljanlegt að ykkur finnist leiðinlegt að versla enda finnst mörgum konum það líka, þar á meðal mér svona oft á tíðum, en ég er nú bara að tala svona um að taka þátt, vera með og sýna áhuga en ekki vera með attitjút. Svo skapar æfingin meistarann, þeir komast í æfingu að sjá hvað er flott eftir því sem þeir taka meira þátt sjáðu til.

9:12 f.h.  
Blogger B said...

Já ég er sammála þér varðandi að vera með "attitude", finnst ekkert eins leiðinlegt og fólk með slíkt. En he he he þetta komment hjá þér fannst mér skemmtilegt "þeir komast í æfingu að sjá hvað er flott eftir því sem þeir taka meira þátt". Viltu sem sagt meina að það þurfi að þjálfa okkur karlmenn upp í að vita hvað er flott og hvað ekki?

Og svo er auðvitað spurning um hvað er flott en það er mjög persónubundið. En ef ég skil þig rétt þá á að þjálfa karlmanninn upp í að hafa sömu skoðanir og smekk á fötum og konan. Frekar hætti ég að fara út að versla í staðinn fyrir að vera forritaður :)

12:16 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Sko málið með tískuna er það að eftir því sem þú sérð hana oftar, finnst þér hún flottari. Þetta eru engin ný vísindi, maður er stundum alveg oj ljótir skór að komast í tísku, svo eftir tvo mánuði er maður kominn í svona skó. Gildir alveg það sama um karla og konur. Þannig að ef karla ,,æfa" sig í að verlsa geta þeir jafnvel orðið góðir í því og kannski hætt að finnast það leiðinlegt. Mér finnst t.d. miklu leiðinlegra að versla ef það er langt síðan ég hef farið í búðir, því þá veit ég ekkert hvað mér finnst flott og þannig því ég hef bara séð allt einu sinni, en ef ég fer oft þá getur þetta orðið gaman. Shallow? Örugglega en satt engu að síður.

1:35 e.h.  
Blogger B said...

Hvernig væri það að ganga út einn daginn og láta sig engu varða hvernig tískan í dag segir þér að líta út? Bara vera þú sjálf(ur) án þess að hafa áhyggjur af því hvað aðrir segja og jafnvel mikilvægar ekki hafa áhyggjur af því hvað þér sjálfu(um) finnst. Frelsandi tilhugsun ekki satt?

3:58 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Það væri náttla best...:)

8:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger