þriðjudagur, desember 14, 2004

Ef Jón Ársæll væri kona en Sirrý væri karl, ætli Fólk með Sirrý myndi vinna Edduna en Sjálfstætt fólk vera kallaður væminn tjellingaþáttur? Jafnvel þó þeir væru alveg eins og þeir eru?
Maður spyr sig...!

Annað sem ég velti fyrir mér. Það eru þessir styrkir til góðgerðarmála. Við kaupum til dæmis jólakortin í ár til styrktar barnaspítala hringsins og krabbameinssjúkum börnum. Gott hjá okkur og ekkert við það að athuga. En... af hverju þurfa barnaspítalinn og krabbameinssjúk börn á styrkjum að halda? Væri ekki eðlilegra að ríkið sæi um að þessar stofnanir og aðstandendur hefðu nóg? Er það eðlilegt að fólk sem er með langveikt barn hafi ekki efni á því að sinna því og spítalinn sem það liggur á þurfi að treysta á frjáls framlög frá samborgurum sínum? Pæliði til dæmist í því ef að Lions konur, Hringskonur og fleiri góð kvenfélög um allt land hefðu ekki safnað fyrir alls konar ómtækum og hjartalínuritatækjum fyrir spítala, heilsugæslustöðvar og hjartavernd til dæmis. Væri þá allt í ólestri og engin ný tæki fengin inn á þessar stofnanir? Væri þá ennþá verið að nota sömu tækin og fyrst voru keypt, fyrir kannski 40-50 árum síðan? Svo maður tali nú ekki um Barnaspítalann sjálfan, hann er til vegna þess að Hringskonur söfnuðu fyrir honum - hefðu þið ekki alveg verið tilbúin að láta skattana ykkar í byggingu barnaspítala? Örugglega flestir hugsa ég. En neibb, konur útí bæ þurftu að safna fyrir honum.

Þetta er allt út í hött - öll þessi happdrætti og söfnunarkassar til að fatlaðir, þroskaheftir, heyrnalausir, veikir, blindir o.s.frv. geti lifað almennilegu lífi. Við eigum ekki að þurfa að gera þetta, og við eigum ekki að þurfa að standa í svona rugli til að lifa almennilegu lífi.

Tryggingar falla undir sama hatt, við eigum ekki að þurfa að borga morðfjár til að tryggja okkur fyrir öllum ansk... sumir hafa ekki efni á þessu og sumir fá ekki tryggingar vegna veikinda og eru þ.a.l. mun verr settir en hinir sem aldrei hafa veikst. Er einhver lógíg í þessu - nema náttúrulega hagnaðartrygging tryggingafélagsins. Sem leiðir okkur út í það að tryggingafélög ættu ekki að vera einkarekin gróðrafyrirtæki ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. En nú er ég hætt... takk fyrir lesturinn og eigðu góðan dag:)

5 Comments:

Blogger dísella said...

Heyr heyr, gæti ekki verið meira sammála þér !

10:00 f.h.  
Blogger B said...

Mér finnst Sjálfstætt fólk hvort sem er vera væmin tjellíngaþáttur líka ..... nei djók en hann er voðalega uppfullur af misvitrum heimspekilegum pælingum og one linerum frá Jóni Ársæli (sem mér leiðist).

En hins vegar er ég alveg sammála þér varðandi það að það þurfi sífelldar safnanir til þess að fólk sem hefur það verr en aðrir geti lifað sæmilegu lífi. Ef þú hugsar um það hvað við erum rík þjóð og hvað þær auðlindir sem við eigum skapa miklar tekjur þá hlýtur fólk að spyrja sig hvert fer peningurinn?

Gróðinn af auðlindum landsins seitlar því miður sjaldan niður til þeirra sem þarfnast hans heldur situr eftir í rassvösunum á feitum og gömlum kvótakóngum og flokksbræðrum.

10:01 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Gaman og gott þegar þið eruð sammála mér;) Takk fyrir að commenta hjá mér, mér finnst það svo skemmtilegt.

10:38 f.h.  
Blogger Thora said...

Já þetta er merkilegt, að ríkisstofnanir þurfi virkilega að "betla" til þess að vera í takt við tímann. Og þetta mer tryggingarnar, að ef maður ætla að segja eithvað við þeim lendir maður í balsi, og ef maður hefur efni á slýkum þá er erfitt að segja nei ef eithvað kemur fyrir þetta er svona vítahringur.
Ég er reyndar svolítið sammála Boga, mér finst þátturinn hans Jón Ársæls ekkert voða skemtilegur, fynst reyndar Sirrý ömurlegur þáttur, hún talar niður til fólks og svo þegar kemur eithvað áhugavert þá spyr hún bara asnalegra spurninga. En eins og þú og þið vitið er ég nöldrari og skrítin.
Kv Þóra

6:10 e.h.  
Blogger Dagný said...

Mikið er ég hjartanlega sammála þessari bloggfærslu hjá þér Gvendur minn:) Great minds think alike:)

11:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger