mánudagur, nóvember 22, 2004

Barnapíukvöld

Jæja þá lætur maður loksins heyra í sér. Þetta er ekki leti eða neitt, ég bara er í svo litlu netsambandi þarna fyrir austan. Alltaf þegar maður kemst á skrifstofuna þá er það yfirleitt eitthvað vinnutengt og ekki hægt að hanga neitt á netinu.

En ég er í bænum núna, kom á laugardaginn og fer líklega (?) aftur á föstudaginn, daginn eftir að Palli kemur heim í frí. Frábært mál, við fáum eitt kvöld saman heima í kotinu, svo aftur 8. og 9. desember held ég, og höfum ekki verið saman í fríi síðan fyrir þremur vikum. Ekki það að ég sé eitthvað að kvarta...:(

Í kvöld er ég barnapía! Get sagt ykkur að ég hef ekki passað krakka formlega síðan ég bara man ekki hvenær, líklega þegar Jónsi Gunnsi 7 ára frændi minn var pínuponsurófa og öskraði allann tímann. Jú þegar Tumi öskraði sem mest, það eru 4 ár síðan. Hef samt alveg umgengist frændsystkini mín helling, það hefur samt bara verið svona engin sérstakur að passa þau, þau hafa bara verið hjá afa sín og ömmu og allir svona saman. Ég eiginlega kann þetta ekki. En snúllan sem ég er að passa heitir Ísabella Ronja og er satt að segja alger sykurpúði. Hún brosir bara endalaust og sýnir manni tennurnar sínar 6 og er algert rófurassgat. Fór reyndar aðeins að væla áðan því hún vildi ekki fara að sofa, en núna er hún sofnuð með pelann sinn eins og lítill engill. Voða væmni allt í einu í manni!

Ég á eitthvað erfitt með að blogga núna, það er eitthvað svo mikið sem ég þarf að segja en samt ekki neitt þannig að þetta kemur út á sléttu. Ég á erfitt með að fá ,,útrás" hérna eins og er. Kemur kannski seinna þegar þörfin fyrir útrásina verður meira almenns eðlis. Bæ í bili...


4 Comments:

Blogger B said...

Tikk tokk tikk tokk......hljómar þetta tif nokkuð í hausnum á þér þessa dagana? Ef svo er þá er kominn tími til að kaupa sér hljóðlátari vekjaraklukku ;)

1:34 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Gaman að heyra í þér Vaka, long time... Skila kveðju til gangnagerðarmannsins, sem er orðinn línuvegargerðarkall núna. Allur í framkvæmdunum.
Bogi - skil ekki...!

En sorry hvað ég er löt að blogga, kemur kannski svona þegar mesta stressið í ,,nýju" vinnunni minni hverfur.

2:12 e.h.  
Blogger B said...

Nei ég á það til að hafa skrítinn og torræðan húmor. Þetta átti að vera tilvísun í þína innri líffræðilegu klukku, eggjaklukkuna....komin tími á barneignir og svona. Oh well ég býst við að ég eigi ekki framtíðina fyrir mér sem grínisti :)

3:04 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já ég skil núna, hefði kannski átt að lesa brandarann í aðeins meira samhengi við bloggið! Þetta var alveg skiljanlegur brandari, ég held að ég sé frekar skilningssljó en þú lélegur brandarakall.
En klukkan er nú ekkert svo hávær by the way...

12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger