föstudagur, nóvember 05, 2004

Antifeministar

Var að kíkja á spjallvef feministafélagsins. Þar fara fram bæði málefnalegar og ómálefnalegar umræður, blandaðar með tilfinningum og fordómum. Nokkrir strákar hafa haft fyrir því að fá sér aðgangsorð, lesa eitthvað, eða alls ekki neitt og drulla svo yfir feminista. Þeir kalla þá tussur og druslur og ofstækisfólk og fleira í þeim dúr. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla. Af hverju eru þeir að lesa þetta ef þeim finnst feministar vera tussur upp til hópa? Ekki nenni ég að lesa vef sjálfstæðisflokksins eða tikin.is (Finnst reyndar sjálfstæðismenn alls engar tussur). Allar spurningarnar (þær fáu sem komu fram) frá antifeministunum voru á þessa leið: hvað myndir þú segja yfir því að sjá hálfnakinn karlmann, löðrandi i svita framan á blaði? HA hvað myndir þú segja þá?! Eða: Finnst ykkur kennarahóran vera fórnarlamb? HA? Hún var að gera þetta sjálfviljug! HA! Segir kannski mest um þá sjálfa, geta greinilega ekki lesið milli línanna eða lesið dagblöð með gagnrýnu hugarfari. Þetta er eitthvað svo óþolandi, að allof margar umræðurnar inn á þessum vef ganga út á það að svara einhverjum bjánum sem hafa ekki hundsvit á feminisma og hvað þá þjóðfélagsmálum yfir höfuð. Halda bara að konur hati karla og vilji ekkert nema VÖLD!!!!

En sem betur fer eru fæstir strákar svona - flestir eru gáfaðari en þetta. En ég hvet fólk endilega til að kíkja inn á feministinn.is, set link þegar ég er orðin klárari í undraveröld bloggheimsins;)



4 Comments:

Blogger B said...

Ertu viss um að það séu bara strákar sem hafa staðið fyrir því? Líklega er það samt rétt hjá þér að þetta séu bara strákar en ég vil bara benda á að það eru líka til kvenkyns antifeministar þó það fari ekki eins hátt fyrir þeim.

En það er alveg rétt hjá þér ég hef kíkt á spjallið hjá þeim, vil nú helst vita eitthvað um hluti áður en ég ræði um þá, og margt af þessu sem er þarna er til skammar fyrir kynbræður mína sem virðast þurfa að koma skoðunum sínum á framfæri með dónaskap og fýkyrðum.

Ég kannast reyndar ekki við umræðuna um "kennarahóruna" en ég hef oft pælt í þessu með hálfnaktar konur og hálfnakta karlmenn í auglýsingum. Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg spurning að spyrja. Þegar karlmenn eru hlutgerðir í auglýsingum þá heyrist oft lítið sem ekkert frá feministum á meðan allt verður vitlaust þegar kona hlutgerð. Tek dæmi um nýjustu umræðuna um forsíðu Iðnnemans. Hvenær hafa feministar brugðist svo harkalega við auglýsingu þar sem karlmaður er hlutgerður (þær hafa verið þó nokkrar og þeim á eftir að fjölga)?

Í þessu finnst mér gagnrýni á feminista einmitt kristallast, þeir berjast fyrir jafnrétti beggja kynja en að því er virðist bara með meiri áherslu á konur en karla. Kannski þarf bara fleiri karla í hópinn til að gera baráttu fyrir þeirra jafnréttismálum sýnilegri? En hvers konar jafnréttis barátta er það ef það þarf karla til að sjá sjónarhorn karlmanna og berjast fyrir þeirra málefnum? Er það ekki þá staðfesting á því að núverandi meirihluti félagsins (sem ég held að séu konur) sé ófær um það?

Sorrí hvað þetta er langt innlegg hjá mér Gunnsa en það er ekkert skemmtilegra en góð umræða ;)

11:15 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

En af hverju hafa karlar ekki barist fyrir jafnrétti kynjanna í gegnum árin? Það er ekki körlum að þakka að konur hafa kosningarétt o.s.frv. Er ekki bara hver sjálfum sér næstur?

3:06 e.h.  
Blogger B said...

Þú hittir naglann akkúrat á höfuðið með þessu. Feministar eru sjálfum sér næstir, þeir berjast fyrir jafnrétti, jafnrétti kvenna það er að segja. Þess vegna skil ég aldrei af hverju þeir segjast hafa jafnréttismál beggja kynja að leiðarljósi, mér þykir það frekar falskur boðskapur.

Þar liggur ástæðan fyrir því að ég get ekki kallað sjálfan mig feminista. Ég er samt ekki antifeministi, það er margt gott sem Feministafélagið hefur gert en líka margt öfgakennt og miður. Og oft vill hið öfgakennda sitja eftir í þjóðfélagsumræðunni og skaða þeirra málstað frekar en hitt.

Ég tel mig vera jafnréttissinna. Ég lít á konur sem jafningja og vil að konur og karlar séu jöfn fyrir lögum, jöfn laun fyrir sömu vinnu, sömu atvinnutækifæri og almennt sömu tækifæri í lífinu. Ég legg jafnréttisbaráttunni lið með því að velja persónulega það sem gengur ekki gegn þessum sjónarmiðum og tjá skoðanir mínar þegar svo ber undir.

11:49 e.h.  
Blogger Hilla said...

Hæ Gunnsa!!! Vissi ekki að þú værir komin í bloggheiminn!!! Til hamingju með það!! Netið er tilvalin staður til að nöldra!!

4:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger