þriðjudagur, desember 07, 2004

Jahá hvað skal segja. Ég er að reyna að vera dugleg að skrifa því það er svo leiðinlegt þegar fólk skrifar ekki, en ég er nú heldur betur ekki sú duglegasta. Er hreinlega í einhvers konar skammdegisdái. Ekki neinu þunglyndi, sem betur fer, heldur einhvers konar 1. gír eins og Palli orðaði það. Framkvæmdagleðin í algeru lágmarki. Enda er alltaf dimmt, maður fer í vinnuna í myrkri og kemur heim í myrkri þannig að manni finnst alltaf vera kvöld. Þyrfti að fara að jólast aðeins meira til að koma mér í gírinn.

Ein pæling. Mér finnst gaman að tala og ekki síst um sjálfa mig. Ætli ég eigi þá eftir að tala látlaust um börnin mín þegar/ef þau koma í heiminn? Fólkið í vinnunni minni er alltaf að segja sögur af honum litla sínum þriggja og hálfs og henni litlu sinni 18 mánaða sem gerðu hitt og þetta. Allt í lagi, hægt að hlusta á leiðinlegri samræður (?) en ég vona að ég verði ekki sítalandi um Pál Pál litla. En kannski er ég bara svo mikill egóisti að það breytist ekki neitt þegar ég eignast börn, mér á kannski ennþá eftir að finnast miklu skemmtilegra að tala um sjálfa mig en krakkann hehe. Nema ég eigi bara eftir að tvöfaldast í ,,tali" - Guð hjálpi ykkur! ;)

Jólaglögg á föstudaginn í vinnunni, smákökujólaglögg á laugardaginn - get alveg eins verið full fram að jólum...

3 Comments:

Blogger B said...

Hvað áttu við þegar/ef, mér heyrist þú nú vera bara orðin spennt fyrir því að fara að unga út í skammdeginu he he. Segi nú ekki ef þú kemur smá jólaglöggi í þig ;)

Heyrði eina góða barnasögu um daginn frá vinkonu minni sem sagði mér frá einni lítilli 4 ára sem var byrjuð að fara sjálf á klóið. Einn daginn þegar hún hafði verið inn á klói í smá tíma þá kemur hún hlaupandi allsber út með klósettpappírinn fastann milli rasskinnanna og hrópandi "look at my tale look at my tale" þar sem pappírinn var ennþá fastur við rúlluna. Svo hljóp hún um alla íbúðina og dró sífellt meiri klósettpappír á eftir sér.

2:00 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Held að ógleði og samdráttarverkir myndu ekki lýsa upp skammdegið... Trúðu mér LMP er ekki tilbúin að leggja slíkt á sig strax!!!:)

8:31 f.h.  
Blogger Thora said...

Ég er viss um að þú egir eftir að tala um börnin þín, en það á líka eftir að verða skemtilegt, því þau verða auðvita svo skemtileg. Svo þetta verða skemtilegar sögur. Svo þetta er í key. :)
Annars veit maður aldrey, ég tala soldið um hana Stínu fínu mína, og hún er bróður dóttir mín. En bara svona fyndnar sögur, eins og þegar hún sagði að pabbi sinn væri aumingi, þá var hún að meina aumingja pabbi, því hann var ekki hjá henni :) Jamms, það er oft gaman af þessum skonsum :)

3:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger