þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Er sem sagt komin í vinnu hérna í rvk á minni ,,gömlu" góðu hönnun. Er mjög sátt við flutninginn og fékk heila helgi með mínum vonandi tilvonandi:) Erum því bæði glöð með það. Er hins vegar skítstressuð yfir þessari vinnu en hugga mig við þá staðreynd að fyrstu dagarnir eru ávallt erfiðastir og geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að þetta verði auðveldara þegar lengra líður á vikuna. Er samt ekki enn komin inn í umhverfissviðið, er ekki alveg laus undan oki stórkostulegustu framkvæmda Íslandssögunnar. Þurfti að gera smá skýrslu í tilefni af ást minni á þeim. Lifði það af ! Enda mér svo sem engin vorkunn í því. Maður má ekki endalaust vera að nöldra.

Svo er bara dunderí á eftir, er að fá mömmu og systur mínar í mat, nema eina. Mamma og Lukka eru í bænum að kaupa eitt stykki sófa fyrir yngstu heimasætuna svo hún og óli ovur geta kúrað saman í nýju íbúðinni sinni á skaganum. Þau eru svoddan kúrudýr bæði. Ég ætla að vera góð við þær og gefa þeim að borða að hætti íslenskra húsmæðra - enda ekki þekkt fyrir annað en gífurlega hæfileika á því sviði...

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir er ég frekar ópólitísk eins og er. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, hef bara svo lítið horft á fréttirnar undanfarið. Sá þær nú samt í gær, Davíð minn klikkar nú aldrei. Eða litla dýrið þarna í framsókn! Halló hver er þetta og hvað er hann gamall? Ég myndi ekki einu sinni líta við honum á bar sökum aldurs - en hann getur sett lög á mig, damm!!!
Djísús hvað þetta er kreisí, ég er sammála Stefáni Jóni, það ætti að setja aldurstakmörk á þingið. Amk fyrir stráka! (mú ha ha)





1 Comments:

Blogger Thora said...

Gangi þér vel í vinunni í bænum :) og Til hamingju með þetta.
Knús Þóra

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger