miðvikudagur, desember 01, 2004

Lögmál nauðganna!

Ekki:

,,Lögreglan í Reykjavík vill vinsamlega beina þeim tilmælum til karlmanna með afbrigðilegar kynhneigðir að leita sér hjálpar í stað þess að láta þær bitna á saklausum börnum og konum"!

,,Lögreglan í Kópavogi vill vinsamlega beina þeim tilmælum til karlmanna að taka ekki ókunn börn upp í bílinn sinn ef þeir hafa kynlegar athafnir í huga"!

,,Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vinsamlega beina þeim tilmælum til karlmanna að nauðga ekki útúrdrukknum stúlkum sem eru einar á ferð, né gefa þeim eiturlyf til slíkra athafna"!

Heldur:

,,Lögreglan í Reykjavík vill vinsamlega beina þeim tilmælum til foreldra að hafa augun opin fyrir einkennum og hegðun sem gæti bent til þess að kynferðislegt ofbeldi viðgangist"!


,,Lögreglan í Kópavogi vill vinsamlega beina þeim tilmælum til barna að fara ekki upp í bíla með ókunnugum karlmönnum - þeir gætu verið hættulegir"!

,,Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vinsamlega beina þeim tilmælum til stúlkna að vera aldrei einar á ferð, útúrdrukknar né þyggja eiturlyf af ókunnugum"!

Vegna þess að það er lögmál að það séu til nauðgarar og barnaníðingar. Við hin verðum bara að passa okkur og ef við gerum það ekki - ja þá getum við bara sjálfum okkur um kennt og verið þakklát fyrir að hafa ekki verið drepin!

Kannski kominn tími til að breyta þessari orðræðu og láta þá bera ábyrgðina sem hana bera!



2 Comments:

Blogger bergie said...

frábært að þú skulir vera að tjá þig hér... mátt samt ekki hætta að nöldra í vinkonunum:-)
en þetta er ofur af því að við erum svo ekki duglegar við að hringja í hvor aðra
kv. Grasekkjan á akureyri:-(

2:57 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég á aldrei eftir að hætta að nöldra held ég!
Gott samt að hafa svo privat nöldur sem fólk ræður hvort það les eða ekki, eða tekur mark á eða ekki.

En hlakka til að sjá þig um jólin.
Grasekkjan í Reykjavík;)

3:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger