fimmtudagur, desember 09, 2004

Tímaeyðsla

Jæja þá er hálftími eftir af vinnudeginum og best að hætta bara að vinna og fara á netið - segi svona...

Í kvöld verður gaman, þá kemur sæti kærastinn minn heim frá ljóta reyðó. Ég hlakka til að hitta hann og knúsa og kyssa. Hann er nebbla vooða góður kyssari thíhíhí - langaði ykkur ekki til að vita þetta??? En áður en hann kemur heim fer ég í matarboð til Laugavegsgellanna með meiru og það á að vígja heita pottinn uuuuummmmm goooooot. Húsmóðirin mun örugglega elda eitthvað gúmmelaði handa okkur - enda ekki við öðru að búast af húsmóður. En áður en ég fer í mat, kemur vonandi skáldkonan úr Nesinu að heimsækja mig - ef hún verður ekki föst í verslunarmaníu í kringlunni. Það er bara allt að gerast í kvöld og í gærkvöldi þá hitti ég hluta af Kúbuskvísunum, vantaði því miður 3 stelpur og alla strákana. Já félagslífið tekur af manni allan tíma þannig að jólaundirbúningurinn gleymist. En satt að segja böggar það mig ekki neitt, ég er alveg róleg yfir jólunum. Þau koma þó það verði ennþá ryk undir rúminu mínu. Kallarnir í vinnunni eru alltaf að tala um konurnar sínar og hvað það séu hreingerningaóðar ??? skil ekki hvað þetta orð þýðir einu sinni...

Jæja en ég ætla að fara að koma mér heim - ekki láta vinnuna trufla félagslífið
chaooo bellla


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger