föstudagur, desember 17, 2004

Þarna komum við okkur í klípu!

Ég er viss um að Bandaríkjamenn setji á okkur viðskiptabann í kjölfar þess að við veitum Bobby brjálæðing Fisher dvalarleyfi á landinu. Annað eins hefur nú gerst. Við eigum eftir að verða snauð þjóð og fáum ekki notið lágs gengis dollarans því okkur verður bannað að versla við Bandaríkin. Eftir 40 ár munu ferðamenn flykkjast til landsins til að sjá okkur ,,áður en allt breytist" og eyjan snýst til nýtímahorfs. Þeir sem hingað koma munu þurfa að borga offjár, skattfrjálst, til að fá lendingaleyfi og við sem viljum flytja héðan verðum að synda yfir Atlantshafið - ef það tekst megum við setjast að í Bandaríkjunum eða Evrópu. Ef við flýjum með flugvél, verðum við tafarlaust sent heim aftur nema Bandaríkjaforseti (sem verður hvítur miðaldra karlmaður) túlki flótta okkar sem mótmæli við einræðisherra okkar HR. Davíð Oddsson - sem á ögurstundu stóð upp í hárinu á Bandaríkjunum og mótmælti utanríkisstefnu þeirra með því að veita einum helsta glæpamanni og föðurlandssvikara þjóðarinnar dvalarleyfi á Ísland - og taka við okkur sem pólitískum flóttamönnum.

Heimsbyggðin mun finna til samúðar með okkur en dást í laumi að staðfestu okkar og tryggð við foringja vorn sem verður hátt á tíræðisaldri og yfirvofandi fráfall hans mun valda okkur, jafnt sem heiminum öllum óstjórnlegum kvíða. Munum við standa við stefnu okkar eða munum við grafa lík Bobby Fisher upp og framselja það til Bandaríkjanna, og þar með gangast frelsinu á hönd?

Já Davíð minn - þetta gæti verið framtíðarsýn okkar ef þú sérð ekki að þér strax og framselur svikarann...!

2 Comments:

Blogger B said...

Ha ha ha það má með sanni segja að það sé frískandi að lesa bloggið hjá þér Gunnhildur. Hafði t.d. ekki pælt í þessu Fischer dæmi það mikið sjálfur en gott að fá þetta sjónarhorn inn í myndina (er smá Kúbu samlíking í skrifum þínum þarna, gaman að því).

En hvað ertu enn að prófa þig áfram með linkana því það eru eitthvað skrítnir póstar á síðunni hjá þér sem virðast eiga að vera linkar a síðuna mína en koma sem blogg.

3:34 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Humm já ég var eitthvað að reyna að setja þig inn sem link. Ég er alveg lost í þessum málum - það eru allar útskýringarnar þannig að gert er ráð fyrir að þú vitir hvað allt heitir og hvar allt er... eins og einhver post field og bla bla bla. Þarf að fara á námskeið í þessu svo maður verði smá pró...

8:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger