mánudagur, desember 20, 2004

Hrokagikkur

Ég er hrokagikkur og dóni. Ég segi hluti sem ég á ekki að segja og fæ svo í magann af áhyggjum yfir hálvitaskap mínum. Ég held mér hafi tekist að móðga amk 6 manns um helgina með yfirlætisfullum fullyrðingum sem eiga ekki við rök að styðjast. Átti að vera grín, en að sjálfsögðu fær fólk það á tilfinninguna að öllu gamni fylgi alvara þegar svona er sagt. Ég biðst innilegrar afsökunar (held samt að enginn sem hlut á að máli lesi þetta) á því að vera fljótfær og tala alltof mikið áður en ég hugsa. Tek það fram að engin alvara fylgdi - bara gaman.
Ég ætla samt ekki að fara útí afsökunarherferð því af fenginni reynslu mun það bara gera illt verra. Vona innilega að þetta fólk viti að ég er bjáni og láti það nægja sem ástæðu en fari ekki að ímynda sér að það sé ekki nógu gott. Þannig er það ekki, ég er bara bjáni.


5 Comments:

Blogger Elísa Jóhannsdóttir said...

Elskan mín. Ef þetta lið getur ekki tekið djóki og tók því sem þú sagðir alvarlega þá er það vegna þess að innst inni efast það um eigið gildi. Þetta er pakk sem segir ekki sex heldur núll og verður núll alla ævi, þú gerðir því bara greiða með því að tjaa, vera sammála þeim um eigið lítilmótlega gildi. hnjaaahahahahaha. Sá fyrirvari er gerður að ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala, enn síður um hvað ég er að tala. Síðast en ekki síst þá ert þú svo indæl að ég trúi ekki að neinn hafi móðgast yfir einhverju gríni. Þú ert ekki bjáni.

2:13 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk fyrir það Lara Croft.

2:23 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég veit samt ekki hver þú ert!

2:25 e.h.  
Blogger Thora said...

Mér finst nú bara eðlilegt að maður sé bjáni stundum, ég er það oft, en þú ert það nú ekki. ég meina ekki fæ ég einhvern bjána til að lesa ritgerðina mína yfir :)
Knús

11:16 f.h.  
Blogger B said...

Ef það er eitt sem ég er búinn að læra þá er það að maður getur ekki ráðið því hvernig fólk tekur því sem maður segir, hvort sem það er sagt í gríni, alvöru eða í fljótræði. Hættu því að hafa áhyggjur af þessu, þetta er búið gert.

En verð nú að segja að ég er óneitanlega mjög forvitinn á að vita hvað þú sagðir sem fór svona illa í fólk :) Ég leyfi mér bara að geta í eyðurnar he he he.

11:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger