fimmtudagur, desember 23, 2004

Hálpum þeim

Þrátt fyrir að það sé gott og gilt að senda föt til Rauða krossins eða kaupa föt í Rauða kross búðinni, þá hafa fatasendingar til þróunarlanda líka slæm áhrif á atvinnulíf kvenna. Margar konur vinna við að sauma og selja föt, og er það þeirra lifibrauð. Föt sem eru gefins eða seld á smotterí af hjálparstofnunum eru það ódýr að viðskipti við saumakonurnar minnka og þar af leiðandi græðir hjálparstofnunin meira en saumakonan. Þannig að þetta er ekki allt saman gott, þó auðvitað sé þetta líka gott.

1 Comments:

Blogger Thora said...

Verð að koma með eintt inn í þetta, Sauma konurnar fá líka efni til að sauma föt úr það er hluti af þessu, til að skapa atvinnu. Svo þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Fötin sem við sendum gáma af fara sumir jú beint til þróunarlanda eða þeirra landa sem þurfa á að halda og eru gefin eða seld ódýrt en meirihlutinn fer til þýskalands, Hollands og fleiri landar og eru rifin niður og síðan er þetta sent til þróunarlanda og gefið til saumakvenna eða annara til að skapa atvinnu.
En þetta er að vissu leyti rétt hjá þér
Kv Þóra RK stelpa :)

3:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger