miðvikudagur, desember 22, 2004

Þjóðarhreyfingin

Ég er ekki hrifin af auglýsingunni sem Þjóðarhreyfingin ætlar að setja í New York Times. Mér finnst asnalegt að setja auglýsingu um að við viljum ekki stríð í okkar nafni. Er allt í lagi að fara í stríð bara á meðan við skrifum ekki undir það. Mér finnst að þessi auglýsing ætti frekar að snúast um að við viljum EKKI stríð YFIR HÖFUÐ! Þess vegna styrkti ég ekki Þjóðarhreyfinguna til að birta þessa auglýsingu. Hefði jafnvel gert það ef hún hefði verið orðuð öðruvísi. Finnst að við sem erum á móti þessu stríði verðum að ritskoða sjálf okkur meira en ekki taka allri gagnrýni á stríðið sem heilögum sannleika.


2 Comments:

Blogger B said...

Jamm að öllu gamni slepptu er ekki betra að senda peninginn sem fer í sönfunina fyrir auglýsinguna beint til þeirra sem þurfa í stað þess að birta einhverja auglýsingu í í einhverju blaði sem bara heilaþvegnir Kanar lesa hvort sem er.

Bara smá hugleiðing.

4:33 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Jú mér finnst þessi auglýsing amk vera hálf svona: ,,við erum svo góð, við gerum ekki svona, en okkur er alveg sama þó aðrir geri þetta".

9:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger