fimmtudagur, desember 30, 2004

Lífsgæðakapphlaup

Í Fréttablaðinu í gær var auglýsing frá ,,ódýru" raftækjabúðinni - uppþvottavélar á 20.000 krónur! Vá ekki nema tuttuguþúsund mar... Við rjúkum til og brunum upp í Kópavog, pirruð á snjónum og fávitunum sem sligast áfram fyrir framan okkur. Þegar við loks komumst á staðinn finnum við enga uppþvottavél á tuttuguþúsund. Þær voru báðar búnar. Nú jæja við skoðum þá bara heimabíó í staðinn. Ákváðum þó að kíkja í fleiri búðir, bara svona ef... og viti menn, haldiði að við höfum ekki fundið eina á jólatilboði fyrir 40.000 krónur. Ekki að við höfum verið neitt búin að ákveða að kaupa uppþvottavél, þurfum að kaupa klósett fyrst þar sem það gamla lekur, en fyrst við vorum nú byrjuð á þessu af hverju þá að hætta? Tókum líka viftu fyrir ofan eldavélina með.
Í fyrradag keyptum við hillu í stofuna, náttborð fyrir okkur bæði, en áttum samt eitt náttborð, alls konar geymsluhirslur fyrir skipulag húsfreyjunnar, ramma og ég veit ekki hvað og hvað.

Í gærkvöldi hefndist okkur fyrir þessa óstjórnlegu eyðslu og yfirborðsmennsku þegar 29 tommu, ársgamla sjónvarpið okkar bilaði! Við urðum bæði hundfúl og leituðum dauðaleit að ábyrgaðarbréfinu en fundum ekki. Ætli við ,,verðum" ekki að kaupa okkur annað rándýrt sjónvarp fljótlega....?

Það er nebblea það. Þegar maður á ekki neitt þarf maður ekki neitt. Svo þegar maður eignast hluti verða þeir ómissandi.

Þetta getur komið fyrir besta fólk, jafnvel líka mig!


1 Comments:

Blogger B said...

Já þetta blessaða lífsgæðakapphlaup. Það merkilega er að ekkert af þessu skitptir raunverulega neinu máli (nema tölvan mín gæti ekki veri án hennar ;).

Mér er sama þó Jón nágranni eigi gsm síma með myndavél og tölvupósti. Svo lengi sem ég þarf ekki lífsnauðsynlega á á slíku að halda þá óska ég bara Jóni nágranna til hamingju með nýju græjuna.

5:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger