mánudagur, janúar 10, 2005

Varhugaverður spegill

,,Kona hringdi til lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöldi til að tilkynna um varhugaverðan spegil á kvennasalerni á skemmtistað í miðborginni. Hafði konan komist að því að hægt væri að horfa í gegnum spegilinn, aftanfrá.
Að sögn lögreglu snýr bak speglisins inn að karlaklósetti og sagði konan að þar væri vörður sem varnaði því að aðrir en karlar gætu komist inn á klósettið og séð hvers kyns var. Karlarnir gætu fylgst með því sem væri að gerast á kvennaklósettinu. Óskaði konan eftir því að lögregla rannsakaði málið."

Þessi grein birtist á mbl.is í dag!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú meira en lítið skuggalegt, en heppilegt fyrir stelpurnar að þær nota ekki mígyldi heldur fara inn á lokaða bása til að sinna sínu. Spurning hvort eigandinn verði nokkuð kærður fyrir þetta?

Annars er karlaklósettið á einum skemmtistaðnum sem ég stunda hérna í Brissy nokkuð skemmtilegt, þar er heill veggur einstefnuspegill nema þú getur séð út en aðrir ekki inn. Veggurinn er hluti af mígyldinu og þú pissar utan í hann og vatn flæðir niður um hann þannig þú sérð ekki skýrt út um hann. Fyrst þegar ég áttaði mig á þessu þá krossbrá mér, hélt að það væri bara opið inn á klósett.

Samt sem áður nota ég núna alltaf básana því ég get ekki pissað fyrir framana þennan spegil þó að það sjáist ekki inn.....ég fæ "sviðsskrekk" he he he.

11:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger