mánudagur, janúar 10, 2005

Feministaþrugl endalaust!

Ég er hætt að vera feministi - feministar eru öfgafullar, reiðar og ljótar kellingar sem láta allt fara í taugarnar á sér. Þær nota kolvitlausar aðferðir við að koma skilaboðum sínum á framfæri sem fá fólk einungis til að taka ekki mark á þeim. Þær rífa kjaft yfir öllum sköpuðum hlutum, s.s. eins og að konur skuli hafa lægri laun en karlar, að (sumir nb) karlar kaupi konur og börn, að (sumir nb) karlar nauðgi, að konur séu taldar með húsinu, bílnum, hundinum og viskíinu, að starfsheitið ,,forstjóri" skuli vera einkastarfsheiti karla, að kona skuli vera kölluð drusla ef hún sefur hjá fleirum en tveimur, að barneignir eru ekki metnar að verðleikum heldur hafa þær skapað konunni veikari stöðu en karla, með vel útilátinni hjálp frá karlpeningnum o.fl.o.fl.

Svona gæti ég haldið endlaust áfram um bjánaleg mál sem úrilli feministar láta stuða sig dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld, þúsöld eftir þúsöld... endalaus þolinmæði... og enginn árangur nema kannski kosningaréttur, jafnrétti til menntunar, erfðaréttur, réttur á að vinna fyrir sér við hvað sem hver kýs, að það sé bannað að nauðga, fóstureyðingar, getnaðarvarnir, orðið brúðKAUP hefur aðra og betri merkingu víðast hvar, sjálfstætt val, leikskólar, opinber samkynhneigð, o.fl.ofl. en dísús, þetta eru bara smámál sem hefðu bara komið með tímanum. Til hvers að standa í þessu þrögli endlaust þegar hlutirnir gerast bara af sjálfum sér.

Þess vegna er best að hætta bara að vera feministi (sem er by the way í karlkyni) og bíða bara róleg og yfirveguð, vel gift og sátt við sitt, eftir því að hlutirnir gerist bara...

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að gerast. Er kominn 1. apríl eða ertu loks að sjá það sem ég hef alltaf haldið fram og við rifist oft um? Ef svo er þá óska ég þér til hamingju Gunnsa mín. Ekkert að því að berjast fyrir jafnrétti en ekki á þann hátt sem feministar gera það nú til dags.
Guðrún

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gunnhildur þú hefur hrópað úlfur úlfur svo oft að nú trúir þér enginn :) Auk þess finnst mér þetta lykta soldið kaldhæðnislega. Hins vegar ef þú ert ekki að grínast með þetta þá segi ég bara velkominn í hóp jafnréttissinna.

Við erum ekki nærri því eins mikið að þrugla og pirrast yfir ómerkilegum hlutum, eins og þú segir, eins og feministar, t.d. hafði ég aldrei pælt í að orðið brúðkaup hallaði á konur. Sé það reyndar núna þegar þú setur það upp fyrir framan mig . Hafði aldrei pælt í þessu fyrr en núna og hafði aldrei litið á brúðkaup annað en fallegan hlut sem gerist milli tveggja einstaklinga sem vilja staðfesta ást sína frammi fyrir Guði og mönnum :)

Nú er búið að eyðileggja þessa hugsjón fyrir mér og ég þarf að leita að nýju orði.....hvað með Sameining, Sáttmáli, tenging. Ég er að fara í tengingu í dag og ég keypti flotta tengingargjöf handa tengingarhjónunum lukkulegu....virkar ágætlega.

12:04 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Muna að setja nafn undir!
Þetta er kaldhæðni - ég á aldrei eftir að hætta að vera feministi ef ég þekki mig rétt... enda var ég að reyna að sýna fram á að það er fáránlegt að segja að feministar séu fáránlegir vegna þess að flest öll réttindi sem við (konur) höfum í dag eru feminisma að þakka, eða kvenréttindakonum eða jafnréttissinnum eða hvað þið viljið kalla þetta. Þetta er allt það sama, ég er ekki hlynnt meira ,,jafnrétti" fyrir konur þó orðið FEM komi fyrir í þessu. En eins og ég benti á, þá er það jú í karlkyni eins og flest í þessum heimi!
Guðrún - þú ert líka feministi, þú leggur bara alltof djúpa merkingu í þetta orð og færð þess vegna út að þú sérst það ekki, en ég held þú sérst það;) við erum miklu oftar sammála en ekki...

9:09 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Eitt annað - baráttuaðferðirnar. Hvað er að því t.d. að benda köllum á að þeir séu að kaupa fólk? Og að karlar segji Nei ég nauðga ekki? Hvað hafa feministar gert sem fer svona fyrir brjóstið á fólki? Hafa þeir drepið einhvern? Eða meitt einhvern? Skil ekki.
Hefði kannski ekkert átt að skrifa þetta bull í gær - ég kemst alveg í ham.

9:12 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

og eitt enn Bogi held ég að þetta sé - sameining er í rauninni betra orð - þó ég ætli nú ekkert að vera að böggast yfir orðinu brúðkaup, tók það bara sem dæmi. En það þýðir BRÚÐAR - KAUP (að kaupa sér brúði/konu) upphaflega. Gott að pæla í svona hlutum, þá sér maður hvað margt í þessum heimi miðast út frá körlum og ekki viljum við hafa það endalaust þannig er það?

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er það sem fer mjög í taugarnar á mér við feminista hvað svo sem þær segja þá er það sama viðhorfið við karlmenn erum "vondi kallinn". Það kemur berlega í ljós í skrifum þínum þar sem þú segir að "hvað sé að því að benda köllum á að þeir séu að kaupa fólk". Ef þú ert að tala um strippstaði og vændi þá vil ég endilega benda þér á það að það eru til karlkyns stripparar sem njóta vinsælda hjá konum og það eru til karlkyns hórur sem selja sig konum. Af hverju má ekki benda konum þá líka á að það sé rangt að kaupa fólk. En ekki hef ég séð feminista gera mikið af því.

Annars sé ég ekkert athugavert við að konur eða karlar strippi það er þeirra frjálsa val að velja sér þá atvinnugrein sem þau kjósa. Sé haft eftirlit með þessum stöðum og séð til þess að það sé ekki verið að kúga einn eða neinn til þess þá kemur mér það bara ekkert við. Þegar kemur að vændi þá er ég á báðum áttum, hérna í Queensland er það t.d. löglegt og er stundað á ákveðnum stöðum sem þurfa að hafa leyfi frá yfirvöldum. Það er fylgst grannt með þessum bransa hérna og efast ég um að nokkur sé kúgaður hér til neins. Svo er aftur á móti annað mál í löndum þar sem ekkert eftirlit er haft með þessu og fólk neyðist út í þetta vegna fátæktar og eymdar. Er þá ekki besta lausnin að reyna að berjast gegn fátækt og eymd svo enginn neyðist til þess að fara út í vændi?

The bottom line er að fólk á að hafa frelsi til að gera það sem það vill við sig og sinn líkama. Ef þú vilt banna fólk sem söluvöru þá getur þú alveg eins bannað margar bíómyndir, t.d. Basic Instinct sem kom Sharon Stone á kortið því hún sýndi á sér klobbann. Hún var að selja líkama sinn og ekkert annað en þetta var nú bara svona smá hugleiðing.

Vissi að þér var ekki alvara :)
B

3:59 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég var búin að skrifa geðveikt langt komment en þá slökkti tölvan á sér:( Ég nenni ekki að skrifa aftur.
Geri það kannski seinna.

8:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Slökkti tölvan á sér? Þetta er þá ábyggilega karlrembutölva í karlrembufélaginu Hönnun ;)

B

10:09 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já hún er alger karlremba og hefur fundist ég vera orðin of hörð við þig - kannski bara gott að hún slökkti á sér. (eða karlremban í fyrirtækinu að láta stelpuna hafa ónýta tölvu...hummm)

En ég var sem sagt að segja að ég er ekki að segja að allir karlmenn séu nauðgarar og skíthælar enda þekki ég engan svoleiðis persónulega. Þess vegna finnst mér leiðinlegt þegar þú og fleir karlar takið þessu persónulega í stað þess að fordæma kynbræður ykkar sem nýðast á konum og börnum (og auðvitað konur líka, ég veit að þær eru líka nauðgarar). Svo finnst mér það ekkert veikja hugmyndir feminista þó að það séu til karlstripparar, það eru ekki allar konur jafnréttissinnar. Jafnrétti snýst að mínum dómi ekki um að við eigum að koma eins fram við karla og þeir hafa oft komið fram við okkur. Ekkert get even dæmi. Feministar eru alveg jafn mikið á móti mannsali á körlum og konum, konur eru bara í miklum meirihluta þeirra sem lenda í svoleiðis - þess vegna kannski lögð meiri áhersla á þær. Þetta er ekkert svona eins og þú segir: já hvað segja feministar við að karl sé hóra, þeim er alveg sama um það!!! Auðvitað er engum sama um það nema þeim sem fremur ofbeldið. Þó áherslan sé mest á konur er ekki þar með sagt að okkur sé sama, ekki eru blindir endalaust að berjast fyrir rétti heyrnalausra en þeir vilja samt ekkert að heyrnalausir njóti engra réttinda. Það rýrir ekki málstað blindra er það?

Þetta með frjálsa valið er líka svoltíð á gráu svæði og svona klár maður eins og þú veist það vel - ekkert öfgafrjálshyggjukjaftæði. Þú veist vel að valið snýst oft um það að ná sér í eiturlyf, svelta börnin, vera barin eða drepin eða að selja sig! Lífið er ekkert svona svart hvítt að fólk hafi haft val í upphafi og allt það. Sumir eru bara ekki sterkari en það að þeir ánetjast við fyrsta smók, og sumir hafa kannski aldrei haft neitt val. Hamingjusama hóran er kannski alveg til en hún er held ég frekar undantekning en regla.
En eins og ég sagði áður þá held ég að þú og Guðrún t.d. leggið alltof djúpa merkingu í orðið feministi. Feministar eru ekki kvenrembur sem vilja sópa karlmönnum undir mottu og taka yfir heiminn. Kannski sumar en amk ekki ég. En meiri völd til kvenna hljóta samt sem áður að bitna á körlum - bara stærðfræðilega séð. Ef það eru til 10 fyrirtæki á Íslandi og karlar eru forstjórar í 9 þeirra, hljóta fjórir karlar að missa þann titil ef skiptingin yrði jöfn. Sad but true. En þá getur maður líka hugsað, hefðu þessir karlar nokkurn tímann komist til valda ef í upphafi hafi þótt jafn sjálfsagt að ráða konu? Fengu þeir kannski starfið bara af því að þeir eru karlar? Getur verið að það hafi kannski alltaf verið þannig og núna eru karlar hundfúlir og segja að konur eigi ekki að fá störf bara af því að þær séu konur, sem by the way, þær eru ekki að gera.

Jæja ég ætla að hætta áður en tölvan restartar sé aftur og þú ferð að halda að ég sé á leiðinni til Ástralíu að lemja þig eða eitthvað. Ég vil bara að þú skiljir þetta, það er ekkert vont við að vera feministi - ég skil ekki af hverju fólki finnst það slæmt að vilja bæta réttindi ákveðins hóps. Auðvitað myndi maður vilja bæta stöðu allra í heiminum en það bara er ekki hægt - það þýðir samt ekki að maður vilji það ekki og af því að maður getur ekki einbeitt sér að öllum að þá sé ekkert að marka það sem maður leggur mesta áherslu á. Mér finnst ekkert allt í lagi að nauðga karli - hvernig í ósköpunum ætti mér að geta fundist það allt í lagi?
En nú er ég hætt, hafðu það gott og lestu þetta tvisvar!

10:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég las þetta meira segja þrisvar sinnum. Ég vil nú samt meina að þegar kemur að málum um jafnrétti þá halli á karlmenn innan feministafélags Íslands. Ég vitna í dæmi: Útvarpsstöðin X-ið hélt karlakvöld þar sem boðið var upp á strippdans. Meðlimir FÍ mættu á svæðið og útbýttu klósettpappír og miðum sem á stóð "hóprúnk í kvöld" auk þess tóku þær myndir af fólki sem var að fara inn á staðinn að vísu voru andlit þeirra sem ekki vildu láta birta af sér mynd máð út en það kom þá jafnvel frekar út eins og um kynferðisglæpamenn væri að ræða eins og svo oft sést í sjónvarpinu. Þetta var að mínu mati mjög niðurlægjandi fyrir þá karlmenn sem langaði að eiga saklausa kvöldskemmtun. Engin stúlknanna sem strippaði var t.d. neydd til neins og fékk eflaust væna summu fyrir.

Nú hélt nemendafélagið Mágus skemmtun og birti mynd á heimasíðu sinni af karlstrippara og stúlku sem skemmti sér hið besta við tilburði stripparans. Feministar innan háskólans kærðu myndbirtinguna á þeim sökum að hún væri niðurlægjandi fyrir stúlkuna (stúlkan sjálf hafði ekkert á móti myndbirtingunni). Nú veit ég ekki en mér finnst þetta skjóta soldið skökku við. Hefðu feministar ekki átt að gagnrýna stúlkuna fyrir að hafa skemmtun af því að hlutgera greyið karlmanninn? Og hvað með þær niðurlægjandi myndir sem Feministar birtu á sinni heimasíðu af karlmönnum að fara að njóta svipaðrar skemmtunar?

Það eru fjöldamörg svona dæmi þar sem gætir tvískynnungs í máli feminista og því mun ég aldrei flokka mig sem slíkan en tek þó fram að ég er jafnréttissinni. Núverandi forysta Feministafélagsins er í hrópandi mótsögn við sjálfa sig og það bitnar á málstað ykkar og félaginu út á við.

Ég legg til að þú bjóðir þig fram og reynir að koma þeim á réttan kjöl.

B

12:16 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég er ekki feministafélagið og feministafélagið fann ekki upp orðið feministi!

En hvernig svara þú því sem ég er að segja burt sé frá vinnubrögðum feminstafélagsins?

Það sem líka er verið að gagnrýna (eða ég myndi halda það) er ekki endilega atburðirnir sjálfir, í þessu dæmi karlakvöld X-ins. Þetta er svolítið dýpra, að það skuli þykja sjálfsagt og eðlilegt að karlar eða konur borgi fyrir að sjá aðra manneskju dansa og fækka fötum á kynferðislegan hátt. Manneskjan sem gerir það ber líka ábyrgð á sínu vali. Þó fólk verði að hafa val verður það líka að gera sér grein fyrir skyldum sínum og ábyrgð. Segjum til dæmis að valdamikill karlmaður eins og dómari fari með félögunum á svona stað, sjái konu í hlutverki kynlífsleikfangs fyrir karla. Daginn eftir fær hann mál í hendurnar þar sem kona ásakar karl um nauðgun. Maðurinn ber því við að hún hafi verið fáklædd og til í slaginn til að byrja með. Hvað hugsar dómarinn snjalli þá? Getur verið að hann sé litaður af því sem hann sá kvöldið áður eða er hann svo klár og fagmannlegur að hann lætur ekki slíka atburði á sig fá? Auðvitað telur hann sig vera fagmannlegan og við búumst við að hann sé en umhverfið mótar hugsanir okkar og valdamikið fólk er engin undantekning frá því. Það er miklu frekar þessir hlutir sem ég held að þær séu að fordæma og kannski eru þær bara of mikið menntaðar og fatta ekki að það skilja ekki allir um hvað þær eru að tala. Það vita t.d. ekki allir hvað hlutgerving þýðir.
Og mér finnst bara niðurlægjandi fyrir mennina að fara á þetta kvöld í upphafi, ekki bara að það hafi komist upp um þá... Þeir hafa ekkert meiri rétt á því að fara á svona kvöld en feministar að mótmæla svona kvöldum!

12:49 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Eitt sem ég fór að hugsa um þegar þú segir að það halli á karlmenn og kemur svo með dæmi um karlakvöld X-ins og strippara. Þú segist ekki geta kallað þig feminista vegna svona mótmæla feminista á svona hlutum meðal annars. Þá spyr ég: Samsamar þú þig með þessum körlum bara vegna þess að þið eruð eins vaxnir niður? Samsamar þú þig ekki meira með t.d. mér? Við höfum nú oft verið sammála og erum með eins menntun og góðir vinir?
Ég samsama mér ekki ekki með strippurum - mér finnst ég hafa meira sameiginlegt með þér - þó þú sérst karlkyns.
Ég hef hins vegar samúð með fólki sem leiðist út í vændi en ég hins vegar á ekki mikið sameiginlegt með því nema flestir eru af sama kyni og ég. En það fólk hefur yfirleitt ekki val - viðskiptavinir strippbúlla hafa sko val!

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég svara þegar ég hef meiri tíma, annars er kominn svefntími á mig hérna meginn.

3:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorrí gleymdi að setja undirskrift við síðasta komment en það var sem sagt ég.

B

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við höfum nú farið yfir víðan völl hérna í þessari umræðu og minnst á ýmisleg málefni. Ég myndi segja að ég væri svona u.þ.b. 90% sammála þér hvað varðar afstöðu okkar til jafnréttismála en við erum greinilega á öndverðu meiði hvað varðar strippstaði og Feministafélag Íslands.

Þó ég sé löngu hættur að stunda slíka staði þá finnst mér það í fullkomnu lagi þó fólk kjósi að gera slíkt eða starfa sem stripparar. Ég hef meiri trú á kynbræðrum mínum (og systrum) en að halda að við að fara á strippstaði mótist hugur þeirra svo að þau fari að líta á konur eða kalla sem hluti og jafnvel breytist í karlrembur, kvenkúgara eða nauðgara.

Skoðanir mínar á feminisma eru mótaðar af því sem ég þekki og það sem ég þekki er Feministafélag Íslands. Vissulega margt þarft og góð málefni sem það stendur fyrir EN sökum þeirrar forystu sem þar er við lýði í dag þá get ég ekki og vil ekki kalla mig feminista. Forysta sem finnst í lagi að niðurlægja karlmenn til að koma skoðunum sínum á framfæri (*), forysta sem er tilbúin að vinna eignaspjöll til að koma skoðunum sínum á framfæri (**) og forysta sem talar um jafnrétti en kemur svo mismunandi fram við einstaklinga byggt á kyni undir sömu kringumstæðum finnst mér ekki trúverðug í því sem hún tekur sér fyrir hendur (***).

Nú hefur þú sagt að það sé hægt að vera feministi án þess að vera í FÍ, gott og vel en samt virðist þú styðja þessar aðgerðir sem ganga of langt í stað þess að gagnrýna þær. Þar sem þú ert eini yfirlýsti feministinn sem ég þekki og alls ekki það sem ég tel öfgafeminista þá verð ég að draga þær ályktanir að þú sért hinn týpíski feministi. Þar sem þú sérð ekkert athugavert við það slæma sem félagið gerir þá dreg ég þær ályktanir að hinn týpíski feministi deili sömu skoðunum og forysta FÍ. Þar af leiðandi get ég ekki annað en hafnað íslenskum feminisma eins og hann birtist mér í dag og kallað sjálfan mig jafnréttissinna.

Ég er ekki með neinum í liði þegar kemur að þessum málum. Ég fylgi minni eigin sannfæringu og því sem ég tel rétt eða rangt og það sem ég hef séð til FÍ segir mér að þar sé ekki allt eins það á að vera.

Jæja ég ætla að hafa þetta lokaorðin af minni hálfu í þessari umræðu. Takk fyrir skemmtilegar og fróðlegar umræður :)

B

(*) Að kalla fólk rúnkara og birta af þeim myndir á heimasíðu sinni finnst mér niðurlægjandi.

(**) Að líma límmiða á blöð þó að þau séu plöstuð í matvörubúðum eru eignaspjöll. Kaupmaðurinn þurfti væntanlega að láta starfsfólk sitt fjarlægja límmiðana svo varan sæist, það tekur tíma sem er peningur og beint tap fyrir kaupmanninn. Skiptir ekki máli hvort það er 1000 kall eða 300 þús kall.

(***) Að gagnrýna karlmenn fyrir að sækja strippstaði og hlutgera konur þ.a.l. en gagnrýna ekki konur fyrir sama hlut er mismunun eftir kyni og fjarri þeirri hugsjón að koma jafnt fram við alla.

8:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei ég er líka femínisti :) og þú þekki mig :)
Ég er nú samnmála Gunnhildi í flestu.
En þar sem lestur um sönnunarbyrgði hælisleitenda kallar, verð ég að láta það vera hér og nú að taka almennilega þátt í þessum umræðum.
Ég er léleg ég veit.
Kv Þóra sem er líka femínisti :)

12:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger