þriðjudagur, janúar 11, 2005

Vinir mínir í Hollywood

Ég er ekkert búin að blogga um skilnað Brad og Jennifer. About time!
En hvað skal segja. Alltaf leiðinlegt þegar fólk skilur - og ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá finnst mér Brad bara standa sig illa. Þó hann sé alger foli þá er Jennifer súperstjarna og alger gella. Ég stend með henni - hvort sem þið trúið því eður ei! Ég stend hins vegar ekki alveg eins mikið með nýju unnustunni hans Jude Law - hún þarf að sanna sig aðeins meira til að ég taki hana fram yfir hann. Enda þekki ég hana ekki eins vel og hann;)


10 Comments:

Blogger bergie said...

híhí
mér finnst ( ætlaði að skrifa fannst) eins og þú sért að tala um vinafólk okkar, you know Brad og Jenni. Og það er alveg rétt hjá þér við erum miklu nánari Mr Law

1:36 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég á eftir að sakna matarboðanna hjá þeim, það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna.

10:54 f.h.  
Blogger Goddezz said...

Ég ætla að næla mér í annað hvort Brad eða Mr.Law næst þegar ég fer til L.A. ;)

11:08 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Líst vel á það - ert þú hvort eð er ekki orðin stjarna, þeir eiga eftir að slást um þig strákarnir í hollývúdd...
P.s. gaman að ,,heyra" í þér:)

11:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Iss, þessi Sienna Miller er fædd í desember 1981, þetta er bara barn! Skil ekkert í honum Jude mínum, hann varð hins vegar 32 í desember, eins og ég hélt, það er góður aldur :-)
Stína

12:05 e.h.  
Blogger bergie said...

mynduð þið ekki samt fara í matarboð til Siennu og Jude þó að við séum ekkert pals pals... bara svo maður sé með þetta á hreinu

12:58 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Jú svo myndi ég reyna við Jude allt kvöldið þangað til hún yrði ær og þau færu að rífast.

En vonandi eiga Brad og Jenny eftir að byrja saman aftur!

1:17 e.h.  
Blogger Goddezz said...

Gaman að "heyra" í þér líka :)

1:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hugsa að það myndi líða yfir mig ef ég færi í matarboð hjá Jude og frú, eins gott að þið verðið þarna til að grípa mig og láta mig þefa af ilmsalti. En ég meina, auðvitað mætir maður, það er dónalegt að hafna matarboði :)
Stína

2:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hva maður það er ekkert að því að vera fæddur 1981!!!

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger