mánudagur, janúar 17, 2005

Er komin í vinnuna aftur eftir fimm daga sófalegu og videogláp í hálsbólgu og hausverkjarveikindum. Er samt ekkert orðin almennilega hress ennþá en fannst ég samt þurfa að hunskast í vinnuna. Svo liggur bara lotusinn okkar niðri og ég get ekkert sent þá pósta sem ég þarf að senda og so on. Hefði alveg getað legið heima og vorkennt mér áfram... var líka að byrja á nýrri bók þannig að rúmið myndi alveg virka fyrir mig núna, plús það að það er sætur strákur í því, og það gerist ekki svo oft - amk ekki nógu oft og á morgun verður hann farinn frá mér einu sinni enn uhu ég á svo bágt. (já já ég veit ekki eins bágt og allir sem lentu í flóðinu en samt bágt...á minn mælikvarða).

Hef ekkert meira að segja í bili nema uhu uhu langar upp í rúm.

7 Comments:

Blogger bergie said...

ég skil, ég skil !!

1:29 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

já þetta er leiðindahlutskipti sem við erum í. En ég er aðeins að stækka í sálinni eftir því sem líður á daginn.

2:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gunnhildur mín þú verður bara að láta þér hlakka til að þú hittir hann næst.... og finna hamingjuna :)
Hamingjan kemur bara innanfrá og það er algjörlega undir þér komið að ætla þér að vera hamingjusöm... þá ertu hamingjusöm :)

3:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

und das was ich
Þórdís

3:13 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Æi já alveg rétt:) - stundum gleymir maður sér í sálrænu niðurrifi. En ég skal muna þessi orð spákonunnar góðu - vera hamingjusöm og hlakka til þegar mér hefur tekist að fá sæta strákinn í rúminu mínu til að skipta um vinnu ha ha (Er ekki hver sinnar gæfu smiður?)

3:22 e.h.  
Blogger Elísa Jóhannsdóttir said...

ptuh, hamingjan kemur innan frá minn rass!! Mín hamingja kemur innan frá en hún kemur líka utan frá, sem stendur er stór hluti hamingju minnar erlendis, ég er ekkert óhamningjusöm en finnst mér samt vera smá vorkunn. Ég dáist að ykkur að þola að vera alltaf svona í sundur, þá veistu hvernig líf sjómannskonunnar er Gunnhildur mín. Þú átt alla mína samúð (já já, líka fólkið sem lenti í flóðbylgjunni). Elísa

3:26 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já það er skrítið hvað eitt stykki kallrassgat getur veitt manni mikla hamingju - en hann er ekki öll mín hamingja - eða á maður ekki að elska sjálfa sig mest og so on....

3:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger