föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju með bóndadaginn kæru bændur!

Vonandi hafið þið það allir gott í dag og fáið eitthvað rómantíkst frá spúsum ykkar - eða hvorum öðrum.

En að öðru: Ég gleymdi töskunni minni heima í morgun - lagði hana frá mér á leiðinni út og fattaði það ekki fyrr en ég var komin í vinnuna. En min bror er heima og fann hana fyrir mig. Síminn minn er í henni þannig að ef þið þurfið að ná í mig hringið bara í vinnuna mína. (Maður er náttlea svo ómissandi að heimurinn þarf að vita af þessu).

Annars er gott að það er föstudagur, fullt að gerast. Partý í kvöld, barnaafmæli á morgun og svo annað partý um kvöldið. Hálsbólgan samt eitthvað að stríða mér ennþá þannig að ég verð nú ekki með nein læti... mæti amk ekki í mínipilsi, bandaskóm og magabol. En sjáum til...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger