mánudagur, janúar 31, 2005

Long time no blogg

Best að sýna dyggum lesendum virðingu og blogga svolítið. Þýðir ekki að vera með skrifstíflu endlaust. Verst samt að hún er eiginlega ennþá. Hélt samt að ég væri orðin rosa frjó og hugrökk í morgun, var í mega góðu skapi og til í allt. Fékk svo smá kvíðamagapínu þegar ég kom í vinnuna og feisaði raunveruleikann. Tókst samt á við hann blessaðan og nú er bara að vera bjartsýn og jákvæð. Hver er minnar gæfusmiður ef það er ekki hún ég? Ætli það sé ekki bara ég.

Við fórum í sumar/vetrarbústað í Biskubstungunum skötuhjúin um helgina. Rok og rigning allan tímann en það var bara fínt. Lágum bara og átum og sváfum og lásum góðar bækur. Vorum orðin svo stirð eftir leti helgarinnar á sunnudaginn að við skelltum okkur í gönguferð við hverina við Geysi og svo í sund í Reykholti. Tókst þar að ná úr okkur sleninu. Föttuðum bæði hvað það er skrítið að vera með mikið hár á óvenjulegum stöðum í sundi, ég á leggjunum og hann á kinnunum. Dregur úr sundkraftinum. Ég segi nú bara eins gott að það voru ekki einhverjar tískulöggur á staðnum. Hefði ekki þorað ofaní þá með mína fögru fótleggi.

Eftir sundið vorum við orðin sársvöng þannig að stefnan var tekin á næsta kaffihús. Það var hins vegar vandfundið því allt er lokað í uppsveitum Árnessýslu í janúar - sérstaklega á sunnudögum - þannig að við enduðum á Kaffi krús á Selfossi. Þar fengum við ömurlega þjónustu og borguðum alltof mikið:( Skamm skamm. Svo fórum við bara heim og í kvöldmat til tengdó og fengum svartfugl, hann var bara góður. Ég kann samt ekki alveg á svona villibráðarbragð. Veit ekki alveg hvað er gott og hvað vont. Held að þetta hafi verið gott, eins og allt sem tengdamóðir mín eldar.

En þetta er leiðinlegt blogg og ekkert fyndið þannig að ég er bara hætt og vona eins og þið að ég verði komin í stuð næst þegar ég skrifa. bæ bæ

3 Comments:

Blogger Thora said...

Alltaf fínt að fara í bústað.

1:02 e.h.  
Blogger B said...

Já er ekki líka óþægilegt að synda skriðsund með svona brúsk undir höndunum ;)

9:00 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Jú jú maður bara drukknaði næstum því í eigin hári.

11:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger