miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Það er af sem áður var...

Já krakkar mínir. Í gamla daga, þegar ég var ung, saumuðum við öskupoka, hengdum þá á bakið á fólkinu í kringum okkur og hlógum og fylgdumst með hversu lengi það væri að fatta það. Ef það gekk þrisvar sinnum yfir þröskuld með pokann manns á bakinu átti maður að kyssa eða giftast viðkomandi. Eða bæði. Ég hef verið illilega svikin af þessu því örugglega hefur einhver efnilegur grunnskólabróðir minn gengið þrisvar sinnum yfir þröskuld með öskupokann minn á bakinu. En ekki er ég gift ennþá. Verst að nærtækasti kosturinn er hinu megin á landinu í dag og litlar líkur að ég nái að gabba hann til að giftast mér. Nú eru góð ráð dýr. Í dag hugsa ungar stúlkur og drengir ekki um að giftast eða að kyssa. Núna eru það gróðrasjónarmiðin sem ráða ferðinni. Litlar prinsessur, nornir vampírur, zorróar, batmanar, spidermanar og alls konar töffarar með stærri poka en jólasveinarnir, fara askvaðandi um borg og bæ, banka uppi hjá fyrirtækjum og stofnunum, syngja og heimta nammi í verðlaun. Fyrirtækin fengu fyrir nokkrum vikum nammilista frá sælgætisgerðum landsins og gátu pantað besta nammið í tæka tíð. Síðan rogast fígúrurnar með pokana sína um allt og eru að lokum komin með svo mikið nammi að þau geta varla borið það. Magapína og niðurgangur í aðsigi.

Ó já, það er af sem áður var. Heilbrigðir krakkar á 9. áratugnum lögðu drög að framtíðinnni og reyndu að næla sér í kvonfang/eiginmann á meðan sjúkur ungdómurinn í dag hugsar bara um nammi. Uss uss uss - hvar endar þetta????


2 Comments:

Blogger Thora said...

haha, við vorum svo mikkli heilbriðgari, í raun má segja það. En var akkúrat að hugsa um öskupokana. Það var reyndar ekkert svona þröskuldsdæmi hjá okkur, bara helgið mikið að þeim sem var kominn með fullt af pokum. vorum greinilega barnalegri þarna í hinu bæjarfélaginu :)

5:35 e.h.  
Blogger Goddezz said...

Heyr, heyr!

10:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger