mánudagur, febrúar 14, 2005

TAKKITAKK

Halló allir og takk fyrir síðast. Takk fyrir mig og takk fyrir komuna og takk fyrir gjafirnar og takk fyrir að vera öll svona skemmtileg og þæg og góð. Ég er rík af góðum vinum og kunningjum.
Þetta var rosa skemmtilegt partý og allir voru svo þæææægir. Engin læti eða vesen - við erum mjög fegin - sá samt í morgun auglýsingu um aðalfund húsfélagsins úff - kannski eigi að sameinast um að henda okkur út. Vonum það besta.
En einhver stúlkan (eða drengurinn) hefur gleymt litlum Lancome maskara - hann fannst á eldhúsgólfinu. Eigandi getur vitjað hans hjá mér.

Gærdagurinn var hins vegar ekki eins skemmtilegur - nenntum ekki að taka til fyrr en um átta leytið í gærkvöldi. En þá vorum við líka rosa dugleg og skúruðum og þrifum voða vel. Svo er það bara að skunda í saumavélarleit svo maður geti farið að sauma gardínur og annað svona smádót sem vantar á ýmsa staði - og að hugsa vel um peningatréð fína sem ég fékk frá ,,nýtrúlofaða parinu" HAHAHAHA...

Heyrumst síðar og gleðilegan Valentínusardag þið sem haldið uppá hann með rauðum hjartalaga konfektkössum;) og væmnum kortum...

7 Comments:

Blogger B said...

Ég ætla ekki að óska þér til hamingju með afmælið. Það er ekki út af því að mér var ekki boðið í partíið eða neitt svoleiðis. Ég ætla bara að bíða þangað til þú átt afmæli þarna þjófstartarinn þinn :)

12:00 e.h.  
Blogger B said...

Ég ætla ekki að óska þér til hamingju með afmælið. Það er ekki út af því að mér var ekki boðið í partíið eða neitt svoleiðis. Ég ætla bara að bíða þangað til þú átt afmæli þarna þjófstartarinn þinn :)

12:08 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég get beðið - enda á ég ekki afmæli fyrr en á miðvikudaginn. Nýt þess að vera 26 ára á meðan tími gefst til.

12:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegt að þetta heppnaðist svona vel hjá þér dúllan mín:) En ég ætla heldur ekki að óska þér til hamingju fyrr en á miðvikudaginn:)
Kv, dagný með 38 stiga hita og beinverki:(

2:09 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já þetta var svaka gaman, leiðinlegt að þú og hinar frænkurnar mínar komust ekki. En maður á að fara vel með sig í veikindum - láttu þér batna sem fyrst.

2:15 e.h.  
Blogger Goddezz said...

Takk fyrir mig sömuleiðis. Æðislegt kvöld og æðislegar myndir komnar inn á bloggið mitt ;)
Sí jú skvís!

3:11 e.h.  
Blogger B said...

Jæja nú er tími til að óska þér til hamingju með afmælið. Þannig til hamingju með afmælið :)

Hefði viljað mæta í partí til þín en það verður bara að bíða þangað til á næsta ári.

10:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger