þriðjudagur, febrúar 15, 2005

DaDaRaDaDa

Dagurinn í dag er búin að vera eintómt skrepp á flugvöllinn - eða tvö skrepp amk. Skutla Palla og skutla svo bíllyklunum sem hann gleymdi að taka með sér austur - gáfaður drengurinn. En gaman að segja frá því að konan sem tók við umslaginu með lyklunum sagði við mig þegar ég gaf henni upp kennitöluna: Nei, áttu afmæli á morgun? Og tvítug í þokkabót. Jahá - hún gleymdi greinilega strax ártalinu og las eitthvað vitlaust á skjáinn - svo er mar náttla svo ungleg...

Í kvöld er svo ferð á kaffihús með sólstrandargellunum frá Kúbu - tókst eftir miklar umræður og sveitamennsku að ákveða stað og finna hann thíhí... Juding Amy verður að mæta afgangi í kvöld, en ef ég verð rosa klár og læri að stilla timerinn á videoinu mínu tek ég hana auðvitað upp og verðlauna svo sjálfa mig þegar ég kem heim úr vinnunni á afmælisdaginn og horfi í rólegheitum á hana Amy mína - og spóla yfir auglýsingarnar. Vei vei allt að gerast hjá mér.

Mamma sagði mér stórfurðurlegar fréttir áðan. Tvær frænkur mínar, sem eru systur, eignuðust báðar börn í fyrri nótt. Báðar fæddu þær fyrir tímann en áttu ekki að eiga á sama tíma. Börnin voru 6 og 9 merkur!!! Ég hef nú svo lítið samband við þær að ég vissi ekki einu sinni að þær ættu von á sér - en þetta er megafurðulegt. Talandi um samrýmdar systur. Kannski við Bjargey verðum svona. Held að Rósa frænka okkar blessunin komi amk alltaf samtímis í heimsókn til okkar beggja. Eða með mjög stuttu millibili amk. Ha? finnst þér þetta of miklar upplýsingar - hvaða viðkvæmni er þetta???

Jæja vinna smá áður en ég fer hjemme på - bæjó

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er það bara ég... eða eru fleiri orðnir þreyttir á að bíða eftir Amy og Bruce???

6:33 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Bjargey er það amk. Ég veit ekki alveg, hann þarf alla vega eitthvað að losa um hömlurnar blessaður.

9:17 f.h.  
Blogger Thora said...

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Gunnhildur hún á afmæli í daaaaag.
Til hamingju.
Knús og kram Þóra :)

10:09 f.h.  
Blogger B said...

Já nú er kominn tími til að óska þér til hamingju með afmælið. Til hamingju með afmælið!

11:13 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Þakka þér fyrir.

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger