þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Skólagjöld í háskólum

Margir sem eru hlynntir skólagjöldum í háskólum nota þau rök að menntun sé fjárfesting sem mun borga sig í hærri launum þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Margir sem eru andvígir skólagjöldum nota þau rök að efnahagur ætti ekki að ráða því hvort fólk fari í háskóla og að jafnrétti skuli vera til náms, sumir hafi einfaldlega ekki efni á að fara í háskóla, hvað sem sem síðar verður. Bæði góð rök.

Mér finnst reyndar allt í lagi þó að einkareknir skólar rukki skólagjöld enda bjóða þeir yfirleitt upp á nám sem mjög sterkar líkur eru á að tryggi há laun. T.d. tæknifræði, lögfræði, viðskiptafræði o.fl.

Í Háskóla Íslands er hins vegar boðið upp á nám sem tryggir engan veginn há laun og því er fjárfestingin í raun engin - bara tap fjárhagslega séð. Íslenska, fornleifafræði, sagnfræði, þjóðháttarfræði, mannfræði, heimspeki, félagsfræði, líffræði, bókmenntafræði, hjúkrunarfræði, kennari og mörg fleiri fög, tala nú ekki um landfræði og ferðamálafræði, eru alls engin trygging fyrir góðum launum og glymrandi success á vinnumarkaðnum. Þeir sem útskrifast úr þessum fögum hafa þó örugglega margir ýmislegt fram að færa til þjóðfélagsins þó þeir hafi ekki endilega BEINA fjárhagslega hagnýta verkþekkingu/kunnáttu, þó auðvitað sumir séu vel launaðir og allt það. Mikið af þessu fólki starfar sem fræðimenn á styrkjum og/eða eru starfsmenn hjá ríkinu á lágum launum hins opinbera.

Þess vegna er ekki hægt að segja að menntun sé endilega ,,góð" fjárfesting, þ.e. ef við hugsum þetta aðeins útfrá fjárhagslegu sjónarmiði. Þá ætti í rauninni að leggja þessi fög niður og bjóða bara upp á verkfræði, lögfræði, læknisfræði, viðskiptafræði og ja dettur ekkert meira í hug sem tryggir pottþétt góð laun. Eða þá að taka t.d. meðaltal af launum útskrifaðra verkfræðinga og lögfræðinga og bera þau saman við laun heimspekinga og hjúkrunarfræðinga og láta stúdenta í þessum fögum borga skólagjöld í samræmi við hagkvæmni námsins.

Eða bara að gera sér grein fyrir því að nám er hagkvæmt útfrá öðrum sjónarmiðum en fjárhagslegum og skilar sér út í þjóðfélagið þó ekki sé endilega með beinum hætti - s.s. í steypu og virkjunum og að besta fólkið og klárasta er ekki endilega það sem hefur mest á milli handanna.

9 Comments:

Blogger B said...

Getur verið að sumir séu bara soldið stoltir af því að vera landfræðingur í staðinn fyrir einhver fégráðugur lögfræðingur ;)

Góðar pælingar hjá þér Gunnhildur ég vildi að ég væri svona frjór í hugsun þessa dagana. En allavega ég held að ég geti talað af eigin reynslu að ég fór ekki í landfræði vegna þess að ég átti von á háum launum eftir nám, annars hefði ég haldið áfram í lækninum. Ég fór af því mig langaði til þess og þetta virtist bara einhvern veginn passa mér.

Svo með framhaldsnámið, ég kem heim með stóran skuldabagga á bakinu en veistu mér er nokk sama jafnvel þó ég endi sem láglaunaður ríkisstarfsmaður og þarf að borga af þessu langt fram eftir. Þetta hefur verið vel þess virði og margt sem maður hefur lært fyrir utan kennslustundirnar í skólanum.

Góður pistill.

1:02 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk fyrir það - ætli ég verði þá ekki að viðurkenna að mér finnst kynþokkinn ekkert skipta neinu máli:) Við Sóley erum aðeins að ná okkur niður he he;)
En já auðvitað verður að vera til fólk sem hefur ,,ópraktíska" þekkingu alveg eins og fólk með þessa mikilmetnu praktísku þekkingu sem hægt er að ,,kaupa" af menntaþjónustufyrirtækjunum eins og margir vilja meina að háskólar séu.
Og að sjálfsögðu er maður stoltur af því að vera landfræðingur - jafnvel þó 99% þjóðarinnar hafi ekki hugmynd um hvað það er:)

1:16 e.h.  
Blogger Thora said...

Þetta er góð pælin, hef oft velt þessu fyrir mér, enda alltaf á því að mér finnist fáránlegt að fólk þurfi að borga himinháar fjárhæðir til að mennta sig.
Eins og þú segir er svo margt sem þjóðfélagið græðir á menntuðum einstaklingi, hvort sem það er þetta peningasvið eða okkar svið Landfræðin og önnur lík svið ;)
Fjörugri umræður í samfélaginu, fólk er meðvitaðara um hvað er í gangi. Heilsa er oft betri bæði andleg og líkamleg. Og svo framvegis.
En þrátt fyrir að í dag séum við bara með "skráningargjöld" þá komast ekkert allir í skóla, því miður. Og ég er ekki að gera lítið úr þeim, fólk sem er ekki skólagengið en með langan starfsferil er alveg jafn hæft og margur menntaður einstaklingurinn.
Hlakka til að geta sagt Landfræðingur í sumar ;) hehehe ( ef ég held áfram að vera dugleg)

2:07 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já það virðast bara mörg fög ekki vera jafn hátt skrifuð og önnur. Karllægri hugsun um að kenna segi ég... HA HA nú finnst Boga ég ekkert frjó í hugsun lengur.
Ok var búin að reyna að útskýra þetta en eyddi því út - kem mér bara í klandur. En sem sagt karllæg hugsun = peningahyggja.
Veit samt vel að margir karlar hugsa ekki svona en þið skiljið hvað ég meina er það ekki elskurnar??? ;)

3:54 e.h.  
Blogger B said...

Jú jú það er nauðsynleg karllæg hugsun að hugsa um að afla sem mestra peninga því það er kvenlæg hugsun að eyða sem mestu af þeim ha ha ha.

En það er nú staðreynd að sum störf eru verðmætari í þjóðfélaginu en önnur, skapa meiri margföldunaráhrif o.fl. En það er stundum allt of breitt launabil á milli slíkra starfa og starfa sem ekki eru eins hátt metin. Þetta bil þarf að jafna.

Persónulega hefði ég ekkert á móti því að ég fengi starf sem borgaði nokkuð vel :) Svo ég geti nú borgað námið sem fyrst, fjárfest í íbúð og svo sest í helgan stein um fimmtugt.

10:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi nú halda að starf hjúkrunarfræðings væri með MIKIL margföldunaráhrif, ég meina það er ljósmóðir sem tekur á móti barni sem fer svo til hjúkrunarfræðings í gengum árin í tékk og svona, endar svo á því að verða lögfræðingur þar sem hann tór í öll þau tékk sem átti að fara í og ef það vavr eithvað að var hægt að komast að því út af hjúkkunni svo ég er ekki alveg sammála að þau störf sem séu með margföldunar áhrif séu endilega þau sem séu vel launuð.
Allavega eru hjúkkur ekki vel launaðar.
Kv Þóra

11:45 e.h.  
Blogger B said...

Reyndar fór ég alltaf í tékk til skólalæknisins en hjúkrunarfræðingurinn var til aðstoðar.

En ef við tökum hjúkrunarfræðinga sem dæmi þá eru þeir mjög mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu en ég tel þá ekki hafa mikil margföldunaráhrif út á við, allavega á þann hátt að starf þeirra skapi og sé undirstaðan að fleiri störfum í þjóðfélaginu.

Ég er alls ekki að segja að störf þeirra séu verðlaus og þeir eigi ekki skilið gott kaup fyrir sína vinnu, þvert á móti.

En ef við berum saman starf hans og t.d. byggingarverkfræðing. Starf hans skapar störf fyrir óteljandi iðnaðarmenn og fleiri. En hvort starfið er verðmætara? Erfitt að meta þetta enda mjög ólík störf. En það er örugglega líka rétt hjá þér að sum störf sem hafa mikil margföldunaráhrif séu ekki talin verðmæt og öfugt.

2:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við horfum bara öðru vísi á margfeldiáhrif, ;)
Kv Þóra

10:12 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Er byggingaverkfræðingurinn ekki bara linkur í stórri keðju eins og allir aðrir? Hann gerði ekkert án iðnaðarmannanna og þeir ekkert án hans. Svo sér einn verkfræðingur ekki um að hanna heilt verk, þessu er skipt á milli margra sem sérhæfa sig í ákveðnum greinum s.s. burðarvirki, lögnum, veitum o.fl. Þeir eru alveg jafn háðir hvorum öðrum og öðrum hlekkjum markaðarins eins og allir aðrir.

Það er hins vegar alveg rétt hjá þér Bogi að störf þeirra eru mun meira metin en mörg önnur störf, það er mun verðmætara að byggja íþróttahús heldur en að kenna krökkunum sem stunda íþróttir í íþróttahúsinu til dæmis.

10:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger