fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ástirnar mínar tvær

Ástarsnúllinn minn kemur heim á eftir, núna eru þrír tímar og átján mínútur í lendingu.
Skrítið hvað tíminn virðist LLLEEEEEEEEEENNNNGGGGIIIIIIIIIII að líða þegar maður bíður eftir að hann líði, klukkan fer aftur á bak held ég.

Uppáhalds heimilistækið mitt, aka uppþvottavélin Skrúbbulína, er biluð. Búin að lifa í tæpa tvo mánuði blessunin. Þoldi greinilega ekki álagið, hef kannski gert of miklar kröfur til hennar. Ég vil þó meina að hún hafi staðið fullkomlega undir væntinum mínum. Þangað til núna kviss pakk allt skítugt og sáputeningurinn leysist ekki upp. Hringdi í pabba hennar áðan, hann sagði að ég yrði að athuga hvort allar tenginar og þannig væri ekki í lagi - ef það klikkar og þeir senda mann að lækna hana þarf ég að borga 6.000 krónur í bjánagjald. Hann er þó góður að hafa varað mig við, núna getum við Palli eytt fyrsta kvöldinu okkar saman í að leyta að mögulegri vitleysu í tengingum eða stillingum. Finnst það samt frekar hæpið þar sem ekkert hefur gerst áður. Varla hefur einhver laumast til að skrúfa fyrir vatnið í partíinu um daginn er það? Passar þó ekki, þvoði upp eftir það áður en hún bilaði. Vitið þið hvað getur verið að Skrúbbulínu minni heittelskuðu? Ég held ég geti ekki lifað án hennar. Ég er orðin uppþvottavélarkynhneigð.

Nei svei mér þá - það er núna þrír tímar og 7 mínútur í lendingu.
Kannski líður tíminn eftir allt saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger