miðvikudagur, mars 09, 2005

Jing Jang

Tók eitthvað test á annarri bloggsíðu (tókst samt ekki að setja niðurstöðurnar hérna!) um hvort heilinn í mér væri meira karlkyns eða kvenkyns. Komst að því að rúm 53% af heilanum á mér eru karlkyns en afgangurinn kvenkyns.
Spurningarnar snérust flestar um það hvort maður léti tilfinningar sínar stjórna sér eða skynsemina og hvort maður slúðrar eða ekki (eins og sjá má hér http://www.blogthings.com/genderbrainquiz/) - ef skynsemin kom oftar upp var maður meiri karl en annars meiri kona.

Ég læt sem sagt skynsemina ráða í 53% tilvika og þarf að leiðandi er heilinn á mér 53% karlkyns - en ég er ekki 53% skynsöm kona eða 47% heilbrigð tilfinningavera!!!



Hafið þið heyrt setningarnar; það er alltaf svo mikill mórall á kvennavinnustöðum?
Konur eru konum verstar? o.s.frv.

Á mínum vinnustað hef ég aldrei heyrt konu tala illa um aðra konu né karl. Hins vegar eru karlarnir hundfúlir út í hvorn annan vegna borðtennismóts sem er í gangi: ,,Það er ekki farið eftir settum reglum og ef menn vilja spila svona þá geta þeir bara gert það, ég þarf ekkert að vera með, nöldrinöldrinöldr"- sem sagt mórall í gangi. Ha ha karlar eru körlum verstir og það er alltaf svo mikill mórall á kallavinnustöðum...

9 Comments:

Blogger Gunnhildur said...

Vá hvað þú ert mikil kona!

3:26 e.h.  
Blogger Thora said...

ég er akkúrat öfugt við þig, ég er þarna 53 kona ;)

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Konur GETA verið konum verstar og Karlar GETA verið körlum verstir. Auðvitað snýst þetta um hvernig einstaklingurinn er. Ég vinn á kvennavinnustað og fæ stundum alveg nóg af "kellingamóral". Hef enga reynslu af móral milli karlmanna en væri alveg til í að prófa þá lífsreynslu til samanburðar. Held að ég sé líka orðin ókona eftir að hafa unnið á kvennavinnustöðum frá blautu barnsbeini. Búin að fá nóg af slúðri og neikvæðni. Ég ætla að leggja mig fram um að vera skemmtilegur einstaklingur og neita að taka þátt í svona rugli. Love ya all :)

11:12 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Konur geta verið konum VONDAR - það er satt!!! En held samt að það séu karlar (sumir Bogi sumir!) sem eru konum VERSTIR ef við pælum í því sem við (Stína) vorum að tala um í gær - nauðganir og allur sá viðbjóður.
Svo finnst mér kallarnir hérna nú bara fyndnir í þessu nöldri sínu - gaman að vita að það er ekki eintóm hamingja á kallavinnustöðum he he - þannig að kannski hefðir þú ekkert sloppið við þetta nöldur ef þú værir búin að vera að vinna á kallavinnustað alla ævi. Segðu bara við konurnar næst þegar þær byrja að nöldra að konur þurfi að standa saman og hætta að grafa undan hvorri annarri ef við eigum að ná jafnrétti!!! Mú ha ha !.. Flykkjast svo til útibústjórans og biðja um launahækkun - hún bjargar margri sálinni!

11:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega, er að reyna að koma þessu viðhorfi á framfæri í vinnunni, gengur hægt en... ég held ótrauð áfram!

11:56 f.h.  
Blogger B said...

Sagði ég eitthvað? Fæ bara á mig upphrópanir og læti :) Mér þykir samt vænt um að þú sért að hugsa til mín ;)

Annars held ég að það þýði lítið að velta sér upp úr því hvort kynið geri sjálfum sér eða hinu verra. Held að það sé bara mjög einstaklingsbundið eins og bent var réttilega á hérna áður.

12:51 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Bogi ég er bara alltaf að passa að þú misskiljir mig ekki - vil ekki að þú haldir að ég sé að segja að allir karlar séu konum verstir - því ég er alls ekki að því;) Þetta var ekki upphrópun, heldur áhersla!!! :)

En já Sigr? við erum greinilega ókonur, maður hefði nú alveg stundum viljað svara sitt lítið af hvoru en ekki bara stöðluðum svörum sem eiga að passa BARA fyrir annað kynið.

12:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.fva.is/~vinland/nemendur/lukka.html

hehe saklausa sveitastelpan, varð bara að trooooða þessu einhverstaðar

12:32 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ha ha saklaus maður - komst líka inn á Óla link, Óli Valur sundkall mú ha ha!!! Þið hafið nú stækkað smá þó þið séuð ennþá smá...:)

8:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger