þriðjudagur, mars 01, 2005

Andrea vinkona mín Róberts

Ha ha gleymdi að segja ykkur skemmtilega sögu. Fór á kaffihús á sunnudaginn. Sat þar í rólegheitum og skoðaði blaðið sem Bjargey var að fletta þegar ég lít upp að afgreiðsluborðinu. Sé ég þá að fegurðardrottningin og feministinn með meiru Andrea Róberts er að kinka kolli til mín og blikka mig, þ.e. heilsa mér! Ég náttúrulega hugsa humm þekki ég hana nokkuð persónulega? Nei ekki rak mig minni til þess. Ætli þetta sé þá önnur stelpa sem er svolítið lík henni, sú þekkir Bjargeyju samt meira og hefði þá frekar átt að vera að heilsa henni en ekki mér. Nei þetta er Andrea. Ég brosi því aulalega til hennar, roðna eins og mér einni er lagið og horfi bara niður á borðið og reyni að acta kúl. Það tekst væntanlega ekki.
Eftir smá stund sá að konan sem sat fyrir aftan mig stendur upp og gengur til Andreu og fer að spjalla við hana - hún hafði þá eftir allt saman verið að heilsa henni en ekki mér!
Já svona getur maður verið vitlaus - og latur við að nota gleraugun sín!!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahahahahahaha! Velkomin í hópinn! Minnti mig á þegar ég kom að heimsækja þig og var að vinka einhverri greyið konu í næsta bíl (sem hefur eflaust haldið að ég væri eitthvert sækó) sem ég hélt að væri þú.

2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger