mánudagur, mars 07, 2005

au-pair

Þegar ég var tvítug var ég au-pair hjá íslenskri fjölskyldu í Englandi. Núna eru liðin 6 ár síðan ég kom heim og ég hef nánast ekkert hitt fjölskylduna síðan, sem er flutt heim. Fyrr enn í gær að þau buðu mér í mat og ég mæti galvösk á svæðið. Krakkarnir komu fram á stigapall að taka á móti mér. Þau voru 5 og 7 ára þegar ég fór frá Englandi - núna eru þau 11 og 13 og ég þekkti þau ekki. Ég gat náttúrulega getið mér þess til að þetta væru þau en ef ég hefði séð þau úti á götu hefði ég ekki einu sinni litið á þau, kannaðist ekkert við svipina á þeim. Svo þegar ég fór að spjalla við þau þá komu ýmis persónueinkenni í ljós, stelpan þurfti að sýna mér hvað hún er góð á klarinett og að læra landafræðina sína. Strákurinn var feimnari, fór fljótlega í tölvuna bara. Mjög mikið þau.
En það sem mér fannst strítið var hvað mér þykir vænt um þau, ég þurfti voða mikið að faðma þau, amk stelpuna og knúsa smá. Og að vera inn á heimilinu hjá þeim var ekkert ólíkt því þegar ég var úti, ekkert voðalega aulalegt.

Skrítið - en kannski ekki, ég var náttúrulega hálfgerð mamma þeirra. En það sem þau mundu mest eftir mér var hvað ég var hrædd við mýsnar þeirra!!! Frábært og núna eiga þau eins mýs, nema þessar eru brúnar, hinar voru hvítar - og ég ennþá jafn hrædd við þær.

4 Comments:

Blogger bergie said...

vá ég myndi örugglega ekki þekkja ?mín? börn, enda guttinn orðinn 16 eða 17 ára og litla mýslan mín orðin 11 ára og alveg örugglega brjáluð pæja.

11:29 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Nákvæmlega, þetta er ferlega skrítið, svo erum við alltaf jafn ungar og sætar - breytumst ekkert!
(Nema við erum kannski ekki eins miklar gelgjur og við vorum á þessum tíma he he).

12:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skrítið einmitt hvað börn eldast en við stöndum alltaf í stað jafn ungar og sætar:)

4:24 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Dæmalaust skrítið...;)

4:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger