föstudagur, apríl 01, 2005

Ég um mig frá mér til mín í dag

Blogga blogga og ekkert rugl. Örugglega allir nethangsararnir vinir mínir orðnir hundleiðir á mér fyrir að vera svona lélegur bloggari. En nú skal ég reyna að segja eitthvað skemmtilegt.

Umm lífsgæðakapphlaupið hlaupið í okkur skötuhjúin aftur. Þetta er svona þegar Páll er heima lengi, þá kaupir hann svo mikið. Ég kemst venjulega af með fetaost, tómata, salat og beyglu í ískápnum mínum, kaupi voðalega lítið annað. Svo kemur hann heim og allt verður vitlaust. Hann er búinn að kaupa tölvu, fá internetið heim, kaupa ljós í stofuna, skrifborðsstól, gaskút á grillið, grilla, þvo allann skítuga þvottinn minn, taka hundrað sinnum til, halda topmodel kvöld fyrir vinkonur mínar, detta tvisar í það, halda eitt eftirpartý og kaupa fullt af mat í ísskápinn þessa rúmu viku sem hann hefur verið heima. Kannski er hann bara framtakssamari en ég, gæti verið að framtaksleysi mitt eigi þarna einhvern þátt. En ég er svoddan rólyndismanneskja og kemst ágætlega af án alls pjáturs í kringum mig, eins og Hófý segir þá verður örugglega íbúðin hennar og Ella tilbúin langt á undan okkar þó við höfum keypt 7 mánuðum fyrr. Ég var einmitt að hugsa um um daginn að það vantar svo margt í mig. Stundum finnst mér það gott en stundum fer það svolítið í taugarnar á mér. Ég er að vissu leyti fegin að vera ekki upptekin af veraldlegum hlutum og fötum, tísku og þannig en hins vegar mætti þetta vera aðeins meira.

Til dæmis íbúðin, ég gjörsamlega hef ekki hugmynd um hvernig er flott að innrétta hana. Ég bara sé það ekki og fæ engar hugmyndir og ekki neitt. Ef mér dettur eitthvað í hug tekur það marga mánuði í framkvæmd og ég verð að fá samþykki systur og vinkvenna fyrir öllu.

Föt: ég kaupi mér mjög sjaldan föt. Yfirleitt engin hátískuföt. Margir tískustraumar hafa gjörsamlega farið framhjá mér. Fullt af skóm (eins og mér finnst skór skemmtileg fyrirbæri) sem hafa verið í tísku komast aldrei inn í forstofu hjá mér, nema á fótum vinkvenna minna. Sá á miðvikudaginn að allar sem komu á topmodelkvöld hjá mér voru í kúrekastígvélum. Mér hefur varla dottið í hug að kaupa mér kúrekastívél, samt finnst mér þau kúl. En æi tískan bara líður framhjá mér.

Tónlist/geisladiskar: Mér finnst tónlist auðvitað skemmtilega eins og flestum, kaupi samt aldrei geisladiska. Ekki af því að það sé einhver yfirlýst stefna hjá mér, ég bara geri það ekki. Hef ekki hugmynd um af hverju.

Bíómyndir: Fer mjög sjaldan í bíó og hef yfirleitt alltaf sé fæstar myndir af öllum sem ég þekki. Finnst samt alveg gaman að fara í bíó og taka video, bara geri það ekki, hef ekki hugmynd um af hverju.

Svona er þetta með flest hjá minni, sé alla aðra gera alls konar hluti og finnst bara flott og gott en ég bara geri þá ekki. Djammið gengur þó alveg ágætlega núna eftir tveggja mánaða lægð.

Eitt sem ég geri samt mikið af, það er að lesa. Kannski vegna þess að það felur í sér að liggja upp í rúmi eða sófa og hafa það gott. Samt er það í einhverri lægð núna, hef varla nennt að klára þær bækur sem ég er að lesa.

Ef ég hefði framtak í að vera hippi þá væri ég það örugglega en þar sem ég er eins og ég er þá vantar það líka í mig að nenna að standa í því að klæða mig eftir ákveðinni stefnu og haga mér í öllu eins og ákveðinn hópur gerir. Það vantar bara í mig...

7 Comments:

Blogger Thora said...

You are not alone :)

1:54 e.h.  
Blogger bergie said...

mér finnst þú nú bara yndislegt eins og þú ert, afslöppuð og með einstaka nærveru !

3:39 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já já takk fyrir það, ég er nú alveg sátt. Finnst samt stundum að ég mætti vera aðeins hugmyndaríkari stundum.

3:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú allveg samála henni Beggu hérna fyrir ofan sko. Plús það að mér finnst það vera kostur hjá þér að vera ekki svona föst í veraldlegum hlutum. Tilhvers að sanka að sér rándýrum hlutum, sófasetti fyrir hálfa millu, plasma tv fyrir rúmlega milljón, nuddbaðkari fyrir millu, og so on. Þetta eru bara dauðir hlutir sem að skipta mann engu máli þegar að lokum kemur. Maður hugsar ekki á banabeðinu... "oh, hvað þessi chesterfield sófi gaf mér nú mikla gleði í lífinu, og postulínssetllið mitt oh boy, fæ nú bara orgasma af því að hugsa um það sko" Maður hugsar um fólkið sem að maður hefur verið manni samferða í gegnum lífið. Brosi, hláturinn, gráturinn, flissið, sprellið og so on. Ég hef allavegna aldrei fattað þetta merkja og peningasnobb. Betra að snobba fyrir einhverju öðru eins og bókum eða víni. Vínið kítlar bragðlaukana og bækurnar efla heilasellurnar og fá mann til að hugsa! Jáhá sei sei og uss uss. Þú ert bara fín eins og þú ert elskan mín:)

6:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já elskan mín ekki hafa áhyggjur, þú ert frábær. Annars var ég að lesa Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, söguhetjan þar hefur alltaf sóst eftir öllum þessum veraldlegu hlutum og endaði hryllilega óhamingjusöm og búin að tapa sjónar á því hvað skiptir máli. Mjög góð bók by the way, þetta er bara frábær höf. hún er ekki eins og Svava Jakobsd. með Leigjandann en með alveg jafn sterk feminísk skilaboð. Líka Jakobína Sigurðard. stóra systir Fríðu. Massa kerlingabækur;) Svona eru systur yndislegar, sérstaklega þær sem ekki eru í eftirsókn eftir vindi!!!!
Knús og kossar.

1:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ehemm, þetta var Elísa, ýtti óvart á enter.

1:33 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Mikið eru þið allar yndislegar! Ég er rík af góðum vinkonum það er amk ljóst...

10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger