miðvikudagur, mars 23, 2005

Sönn saga

Þessi saga er sönn - og var að gerast í íslenskum bæ!!!

Í bænum hafði kona á miðjum aldri unnið í nokkur ár við að keyra út frá póstinum bækur, þvottavélar, þurrkara og annað tilfallandi. Þetta var því frekar mikil líkamleg erfiðisvinna sem hún var að standa sig með prýði í. Hún fór fram á launahækkun sem hún fékk ekki. Póststýran á staðnum sagði þá þeim fyrir sunnan að konan myndi segja upp og hætta ef hún fengi ekki launahækkun. Bossinn fyrir sunnan sagði það þá bara verða að vera þanni. Póststýran segir honum þá að hún fái aldrei aðra konu á þessum launum til að vinna þessa erfiðisvinnu. Bossinn segir henni þá bara að hún verði að ráða karlmann í starfið. Hún segir honum að hún fái ekki karlmann í starfið á þessum launum. Svarið sem hún fékk var þá einfaldlega: ,,Bjóddu honum þá hærri laun"!!!!
Konan sagði upp og ráðinn var 26 ára gamall maður í starfið - á hærri launum.

Já þetta er nú allt jafnréttið í dag!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég segi nú bara ómægod með þér Bjargey!

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu, hvar í andskotanum var þetta. Svona lagað á að fara í blöðin, með það sama. Ég verð bara öskuvond þegar ég heyri eitthvað svona.

6:26 e.h.  
Blogger Goddezz said...

fúkk maaan....
....ég segi það, við lifum ennþá á steinöld

6:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger