mánudagur, apríl 04, 2005

Meira júró

Ég er alveg orðin júróvísjón óð, búin að hlusta aftur og aftur á fullt af vinningslögum í dag. Í sérstöku uppáhaldi eru lögin Ne Partez Pas Sanz Moi með Celine Dion (1988) , Insieme 1992 með Toto Cutugno (1990) og Fangad av en stormvind með Carola (1991). Ég hef alltaf elskað Celine Dion og var greinilega 10 ára þegar sú ást hófst, fattaði ekki að þetta væri svona langt síðan. Ég fæ alveg svona skemmtilegan júróvísjón hroll um mig þegar ég hlusta á þetta. Man að þegar ég var lítil vorum við oft úti að leika okkur, vorðið að koma, og mamma kallaði á okkur þegar júró byrjað. Hin mesta skemmtun fyrir saklaus sveitabörn.

Jafnvel þó að mér finnist þetta skemmtilegt og finnst hallærislegt að geta ekki horft á þetta vegna hallæris er ég nú samt ekki alveg gagnrýnislaus þegar kemur að júróvísjón. Lagið okkar í ár er til dæmis með alltof líkt undirspil og tyrkneska lagið sem vann þar síðast. Eins og það virki eitthvað að koma með eins lag aftur - döööö. Svo finnst mér líka frekar pirrandi hvað Íslendingar eru hræddir við að senda öðruvísi tónlistarfólk og lög. Þó að það þurfi ekki að vera eitthvað rosa hip og kúl og framúrstefnulegt þá má nú aðeins stokka upp í þessu unga, fallega 20+, brosandi og dansandi ofurhressa liði í glansgöllum. Það vantar allan frumleika í þetta. Í gamla daga var þetta flott, Eyvi og Stebbi með klútana á hausnum, Daníel Ágúst með buxurnar upp að brjóstum og Sigga Beinteins alltaf klassísk og flott. Tala nú ekki um Pál Óskar! Mér fannst frábært að Birgitta fór en mér finnst samt að Botnleðja hefði átt að komast. Þeir hefðu hrist aðeins upp í Abbafílíngnum.

Jæja kannski er ég bara alveg eins snobbuð og aðrir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verð að bæta við að lagið "Digilú digilei, alle titta po mei" er hrein snilld, ég fæ alveg fiðring í tærnar, svíar eru líka stórkostlegir! Abanibinabonabei er líka æði og seifjorkissesformí og og og .....

9:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger