fimmtudagur, apríl 07, 2005

Ætli karlkyns verkfræðingar séu með minni ***bííííbb*** en aðrir menn?
Velti því bara fyrir mér því þeir eiga allir stóra og stæðilega jeppa.

Kvenkynið er hins vegar ósköp rólegt á því og keyrir um á venjulegum fjölskyldubílum eða litlum skvísubílum. Greinilega ekkert sem þær þurfa að sanna. Nema þetta sanni að karlarnir séu með hærri laun en konurnar. Það skyldi þó aldrei vera? Í þessu líka fjölskylduvæna fyrirtæki. Kannski svo fjölskylduvænt að það hvetur konurnar aftur inn á heimilið? Nei ég held reyndar ekki, finnst nú lögð alveg nógu mikil áhersla á familíuna hérna. Ætli ég þurfi ekki að taka mitt sumarfrí eftir því hvenær einhverjir fj..... leikskólar loka - en samt á ég nú ekki barn. Eins og Sigrún segir þá er lögð mikil áhersla á barnafólk. Fólk er heima dögunum saman af því að ormarnir eru veikir, örugglega ekkert gaman, en ég væri samt alveg til í að geta bara verið heima ef til dæmis uppþvottavélin mín væri biluð. Það kom nú fyrir um daginn en ég mætti samt í vinnuna! (Nú verður barnafólkið reitt, ég að líkja börnum við uppþvottavélar, skamm Gunnhildur!)

Ég er alla vega ekki neitt að deyja úr spenningi yfir því að þurfa að taka sumarfríið mitt samkvæmt lokun leikskólanna þegar það er ekki minn krakki sem á í hlut. Enda á ég ekki krakka. Held að ég segi bara só sorrí, nó ken dú. Vil vera í sumarfríi þegar mér hentar. Þetta er það asnalega við þessar sumarlokanir á leikskólunum. Barnlausa fólkið þarf að taka tillit til foreldranna á vinnustaðnum og fara í sumarfríi í júní eða ágúst. Bjánalegt og skapar vinnustaðamóral. Mínusstig fyrir R-listann. Örugglega framsókn sem réði þessu...

Af mér segir hins vegar það að við ,,tvíburasystur" og stóra systir erum að fara að heimsækja soul systur okkar á Akureyri um helgina. Ví ha. Erum hins vegar í smá bílavandræðum. Skodi ljódi er á sumardekkjum og Sjeríósinn með brotið púströr blessaður. Held samt að við skröltum þetta á honum. Hann hefur nú farið margar ferðirnar í kringum landið eftir ævintýrið á Reyðarfirði hérna um árið. Ekki málið að skutlast til AkureyrIS...

Bið blessuðu heiðnu guðina mína bara um gott veður og vona að hann Þór þrumuguð hafi hægt um sig um helgina á fylleríi með snjóguðinum. Hver skyldi það nú vera??? Hel sjálf kannski?

6 Comments:

Blogger Thora said...

hvað berjast foreldrarnir ekki yfir því að fá að vera í fríi þegar leiksólar loka ?? ekki eru allir í sumarfíi á sama tíma er það ??
En go girl, ekkert helvítis sumarfrí, þegar krakka ormarnir eru í fríi, þá er líka öruggelga eliðinlegt að vera í fríi, kaffihúsin full af vælandi ormum ;)
En hei kanski sleppir þú bara þessu blessaða sumarfríi, vonandi segi ég bara ;)

2:03 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Allir leikskólar á vegum Reykjavíkurborgar (veit reyndar ekki með einkaskólana) loka á sama tíma, í júlí. Það var samþykkt fyrir tveimur árum minnir mig í borgarráði.

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Gunnhildur mín. Það er ekki þín ábyrgð að leikskólarnir loka allir á sama tíma, þú hefur rétt á að taka sumarfrí þegar þú vilt. Það er ekki réttlátt að þú megir ekki taka sumarfrí í heitasta mánuði ársins vegna barnafólks. Auk þess á fyrirtækið sjálft að gera ráð fyrir að starfsmenn fari í sumarfrí og yfirmenn eða starfsmannastjóri eiga að redda málunum, jafnvel ráða einhvern skólakrakka til þess að vera í móttökunni. Athugaðu bara hvort einhverjir karlmenn sem eru í svipaðri stöðu og þú hafi verið beðnir um hið sama. Örugglega ekki, konur eru jú svo þægilegar.

3:06 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég veit. Engum strák yrði boðið þetta. Fjandans karlrembuvinnustaður. En hins vegar ef ég segi já við að vera á skrifstofunni í sumar verð ég að taka þessu. Ég yrði þá afleisingamanneskjan. En vonandi kemur ekki til þess að ég segi já, vonandi mun kraftaverk eiga sér stað og ég mun hafa val um að fara langt, langt í burtu að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um. No where in Africa - dreymi dreym.

3:16 e.h.  
Blogger Thora said...

Já ég veit, að allir loka á sama tím, vann einu sinni á einum ;) ætla ekki að eignast börn eftir það, en það er önnur saga.
Ég bara skil ekki afhverju þú ert beðin um að fara eftir lokunum.
En það er svo margt sem ég skil ekki.
Segðu bara yfirmönnunum að fara í frí á þessum tíma og þú ferð til langtiburtistan og ég kem og heimsæki þig ;) hehehe

3:50 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Leggðu þig bara í svefnpokanum, þá verður þú sprækur sem lækur þegar við komum. Því miður ennþá nokkrir klukkutímar í að við komum á Bifröst, reyni samt að þenja sjeríosið eins og ég get...

11:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger