mánudagur, apríl 11, 2005

Akureyri

Akureyri!!! Humm alveg yndisleg. Það var frábært veður, skemmtilegt djamm, gott fólk og Frúin í Hamborg algert æði. Akureyringar fá hins vegar mínusprik fyrir að vera haldnir þeirri hugsanavillu að sinnepssósa sé góð með ÖLLU!!!! Hún er ekki góð! Sérstaklega ekki þegar samlokan heitir: Samloka með kjúklingi, grænmeti og sinnepssósu en er í rauninni samloka með sinnepssgrautarvellu og kjúlkingakryddi. Oj mig langar ekki aftur í sinnepssósu.

Til að drulla nú ekki bara yfir Akureyringa þá fá þeir plúsprik fyrir veitingastaðinn Götugrillið. Nafnið gefur til kynna sóðabúllu þar sem það fínasta er grilluð kjúklingabringa. Staðurinn kom hins vegar svo gjörsamlega á óvart og bauð upp á einn besta indverska mat sem ég hef smakkað, og hef ég nú prófað hann víða (ja nema í indlandi). Ég fékk mér æðislegan tandoori kjúkling sem bráðnaði upp í mér ummmmm. Stelpurnar fengu líka æðislegan mat, dvergrisarækjur og lambakjöt og allar vorum við himinglaðar og ánægðar eftir þetta. Fórum heim og lögðumst á meltuna og nutum eftirbragðsins. Langar að fara strax aftur. Svo var staðurinn líka svo flottur, hannaður af MáMíMó gellunni í Innlit/Útlit. Rosaflottar ljósakrónur úr blómavösum eftir Alvar Alto og bla bla ha ha ha ég er svo mikil hönnunargella. Veit allt um design. Komst að því um helgina að dýru fínu rúmfötin mín sem við fengum frá tengdó um þarsíðustu jól eru hönnuð af hinni einu sönnu Mary Mekko... Já ég vissi alveg að þau væru flott og allt það en ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hönnuðurinn hét. Tók líka smá tíma að læra þetta flókna nafn, áfengi slævgar hugann. Mary Poppins, Mary Mekkó hverjum er ekki sama?

Sjeríósinn plummaði sig líka vel, tókst að hýsa okkur fjórar og allt draslið sem okkur fylgdi. Eitt plúsprik fyrir hann.

Segi kannski frekari ferðasögu seinna, ekki alveg komin í gang svona fyrir hádegi á mánudegi.

5 Comments:

Blogger bergie said...

hahah bara svona til að hætta ekki að stríða þér á þessu þá eru rúmfötin þín frá marimekko, múhahaha

2:13 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Dóh!!!!
Alltaf sami aulinn... he he
marimekko, marimekko,marimekko ætti að muna þetta núna!

3:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mamma þín er hamstur

4:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er marimekko ??
en ég veit sko hver Mary Poppins er hún er kúl ;)
Kv Þóra sem á rúmföt frá rúmfatarlagernum heldi ég, og mér finst þau bara flott :)

11:06 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Frægur hönnuður! Gerði stóra blómamunstrið sem fæst í Epal! Maður veit nú ýmislegt.

1:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger